ST.anger er ekki góður diskur.
Metallica voru búnir að gera Load og Reload og maður hélt að þeir gætu bara batnað en þeir gerðu það ekki.
Með ST.anger tókst þeim alveg að eiðileggja frábæran feril.
Þeir hafa gefið út bestu diska sem gefnir hafa verið út og hafa samið bestu lög allra tíma að mínu mati en þessi diskur er ekki einn af þessum góðu diskum og lögin eru ekki góð.
Þessi diskur er hrillilega leiðinlegur. Bestu lögin eru Frantic og ST.anger sem eru frekar súr en The unnamed feeling er alveg fínt lag og það á að vera næsti singull.
Ég hef ekki hlustað mikið á ST.anger því ég bara nenni því ekki. Og það sem mér finnst vanta mest eru gítarsóló. Af þeim lögum sem ég hef hlustað á er ekki eitt sóló sem er ömurlegt. það eru bara eintóm riff en engin sóló. það er eins og þeir eigi ekkert eftir. Eins og ð Kirk Hammett geti bara ekki samið meira af sólóum.
Og svo er það söngurinn í James Hetfield en hann er ekki eins góður og hann var.
Ef þið hafið gert þau mistök að kaupa diskinn þá getið þið horft á DVD diskinn sem fylgir með og ég mæli með því að þið horfið á þegar þeir spila ST.anger.
Er það bara ég eða er Hetfield alveg grút fucking falskur. það er eins og að hann sé í mútum hann er svo falskur.
James var alveg geðveikur söngvari þegar þeir gáfu út Master of puppets en hann virðist vera búinn með röddina.
Maður fer að pæla hvort að ST.anger hefði komið út ef Cliff Burton hefði ekki dáið ? Hvort þeir væru ennþá eins og þeir voru ? hvort þeir væru ennþá góð hljómsveit að gera góða hluti.
Heildarútkoman á disknum er sú að hann á aðeins eitt ágætt lag en það er The unnamed feeling. Diskurinn er leiðinlegur og allt of þungur fyrir Metallica að mínu mati.