Sorry, að fyrirspurn um Clash hafi lent undir “metal”. Ég er svo ókunnug hér á hugi.is að ég er ekki búin að fatta hvernig uppsetningin á þessu er. Fann heldur enga pönk/new wave deild.
Í Bandaríkjunum vísar fællinn “rock” (í plötubúðum, á heimasíðum o.s.frv.) til þess sem hérlendis er kallað “amerískt iðnaðarrokk” og í Bretlandi kallað “US Faceless rock”. Þ.e. hljómsveitir eins og Toto, Boston o.s.frv.
Eftir langdvalir í Bandaríkjunum hef ég reynt að forðast fæla sem heita “rock”.
En eftir að hafa skoðað málin aðeins betur hér á hugi.is sé ég að umræða um Clash á frekar heima undir “Rokki”.
Að vísu er önnur plata Clash, “Give ´Em Enough Rope”, að verulegu leyti nær því að vera metall en pönk.