Söngvari Iron Maiden í sjóstangaveiði:
“Bruce Dickinson, söngvari rokksveitarinar Iron Maiden og flugmaður fyrir Iceland Express, naut lífsins í Keflavík í gær og í dag. Dickinson kom hingað með blaðamanni og ljósmyndara frá breska sjóstangaveiðitímaritinu Sea Angler til að kynnast því sem býðst í sjóstangaveiði hér á landi.
Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta að Dickinson hafi í dag komið úr veiðiferð með Hvalbaki. Hann skemmti sér vel að sögn og veiðin var góð, fallegur þorskur sem nú verður settur í frost og tekinn með til Bretlands.
Þar sem ekki gaf á sjó í gær vegna norðaustanstrekkings, skruppu Dickinson og ferðafélagar hans í go-kart hjá Reis-bílum í Njarðvík en Dickinson keppti í go-kart þegar hann var unglingur. Einnig fóru þeir í Bláa lónið og í jeppaferð.
Nýjasta plata Iron Maiden, Dance of Death, var í síðustu viku í 2. sæti yfir söluhæstu plöturnar í Bretlandi og í 1. sæti í Svíþjóð.”
Söngvari Iron Maiden flýgur fyrir Iceland Express:
“Söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden er einn af flugmönnum breska flugfélagsins Astraeus og hefur sem slíkur flogið nokkrar ferðir með farþega flugfélagsins til og frá landinu. Eins og venja er kynna flugmenn sig fyrir farþegum og hafa nokkrir áttað sig á því að við stjórnvölinn situr hinn frægi leðurbarki.
Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, segir að Dickinson vinni fyrir Astraeus rúmlega hálft árið, en þar sem Iron Maiden sé á tónleikaferðalagi um þessar mundir muni hann varla fljúga með Íslendinga til og frá landinu fyrr en í haust. Dickinson er fjölhæfur með afbrigðum en auk þess að vera ein helsta driffjöður og lagahöfundur sveitarinnar hefur hann skrifað bækur og stundað skylmingar af krafti, svo eitthvað sé nefnt. Hvort hann muni syngja fyrir farþega lagið ”Aces high“ verður bara að koma í ljós.”
Dickinson langar aftur til Íslands:
“Bruce Dickinson, söngvari bresku þungarokkssveitarinnar Iron Maiden, segir að hljómsveitin hafi mikinn áhuga á að halda tónleika á Íslandi en landið er í miklu uppáhaldi hjá honum. Dickinson er einnig flugmaður og flaug vél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær en Iron Maiden var aðalnúmerið á Hróarskelduhátíðinni í gærkvöldi.
„Við héldum tónleika á Íslandi fyrir um 10 árum (1992) og ég hef verið að segja við strákana æ síðan að við þyrftum að snúa aftur þangað. Ég veit líka um prýðilegt flugfélag sem myndi án efa flytja búnaðinn okkar til Íslands gegn vægu gjaldi,” segir hann og hlær."
Þetta var allt saman fengið á vef morgunblaðsins www.mbl.is
Ég bara fatta ekki afhverju þeir félagar spili ekki aftur á klakanum!!!