Jæja, Iron Maiden hafa gefið út núna sína 13. breiðskífu þ.e.a.s. stúdíóplötur en sú nýjasta heitir Dance of Death.
1. Wildest Dreams (Smith/Harris)
2. Rainmaker (Murray/Harris/Dickinson)
3. No More Lies(Harris)
4. Montsegur (Gers/Harris/Dickinson)
5. Dance of Death(Gers/Harris)
6. Gates of Tomorrow (Gers/Harris/Dickinson)
7. New Frontier (McBrain/Smith/Dickinson)
8. Paschendale (Smith/Harris)
9. Face In The Sand (Smith/Harris/Dickinson)
10. Age of Innocence (Murray/Harris)
11. Journeyman (Smith/Harris/Dickinson)
Wildest Dreams byrjar á leiðinlegan hátt one… two… three… og svo byrjar lagið með smá riffi og Bruce fer að syngja, hann bjargar laginu alveg……leiðinlegt lag 5/10
Næsta lag er strax betra en það heitir Rainmaker. Eftir að ég heyrði Wildest Dreams þá varð fyrir vonbrigðum og hélt að allur diskurinn ætti að vera svona en nei sem bertur fer þetta lag er algjör snilld 8/10
No More Lies heitir næsta lag og er alveg ágætt ,byrjar rólega en magnast svo upp þegar á líður. 8/10
Næstu tvö lög heita Montsegur og Dance of Death. Bæði alveg fanta góð en mjög ólík Montsegur er hratt en DOD er frekar rólegt. 10/10 (bæði)
Gates of Tomorrow og New Frontier eru næst Gates er lala en New Frontier sem er fyrsta lag Nickos er snilld. GOT: 7/10 NF: 9/10
Næsta lag er bara snilldin eina, ég er að tala um Paschendale það flotta lag byrjar flott og endar flott. Besta lag plötunnar 10/10
Face in the sand heitir næsta lag. Gott lag, jafnast reyndar ekkert á við Paschendale. 8/10
Einhverntíman sögðu Maiden að þeir ætluðu ekki að semja pólitískt lag, annað kom nú í ljós Age of Innocence er pólitískt en samt gott 8/10.
Journyman er virkilega flott lag soldið rólegt en algjör snilld næst besta lagið á disknum!! 10/10
Heildareinkun: 9,8/10…flott plata!!