En það sem kom mér mest á óvart var það að áður en ég fór á Metal áhugamálið var ég að horfa á Vulgar display of power, sem lá við hliðina á lyklaborðinu, og hugsaði með mér: “Kannski maður sendi inn könnun um diskinn, stjörnugjöf eða álíka”. En svo þegar ég kom á áhugamálið var þá bara ekki könnunin til staðar! Mér fannst þetta nú hálf draugalegt to say the least!
Well anyway, nú er komin endanleg staðfesting á því hver besti Pantera dsikurinn er, og er ég því sammála, en ég verð að gagnrýna þessa könnun, af hverju í fjandanum var settur inn sá möguleiki að kjósa KoRn! Mér fannst þetta alveg fáránlegt!
Svo var eitt sem kom mér á óvart, gömlu Pantera diskarnir, þeir sem komu á undan Cowboys from hell, og ekki margir hafa heyrt um, þeir voru að fá atkvæði! Metal Magic fékk eitt, Power Metal 6! og I am the night fékk 3, þar af tvö frá kvenmönnum. Mig langar að spyrja, þið sem kusuð gömlu diskana, hafið þið virkilega heyrt þessa diska eða voruð þið bara að ná ykkur í 4 stig ? (ef svo er þá hefðuð þið nú átt að velja stigamöguleikann)
Já, ég held að ég hafi ekki meira um þessa könnun að segja, Pantera er alveg geðveik hljómsveit! og vonandi fáum við að njóta tóna þeirra um ókomin ár.
Rock on!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _