Hérna er lítil samantekt af plötum Maiden-manna en þetta eru bara stúdíóplötur:



Iron Maiden: Þessi plata er nú bara klassi lög eins og Sancutary og Phantom of Opera og náttúrulega Iron Maiden, virkilega góð plata,hrá með smá pönkívafi.


Killers: Ekki alveg eins góð og fyrri platan en ekki alslæm þó lög eins og Wrathchild og titilagið Killers


Number of the beast: Þetta er ein sú lang besta Maiden platan sem ég hef hlustað á, lög á borð við Children of the Damned, 22 Acacia Avenue, Number of the Beast, Run to the Hills og Hallowed Be Thy Name. En það lag fjallar um dauðadæmdan mann á leið sinni í rafmagnstólinn.

Piece of Mind: Þessi plata er virkilega góð, en í samanburði við Beast er hún slök. En á henni eru lög sem mér finnst vera bestu Maiden lögin ásamt fleirum en þau eru Flight of Icarus og The Trooper.

Powerslave: Þessi plata er snilld og þá sérstaklega Aces High og 2 min.2 midnight!!


Somewhere in Time: Þetta er vanmetin plata mjög þétt og kröftug en þetta er fyrsta platan þar sem Maiden notaði synethisier. Alexander the Great er besta lagið á þessari afurð!!


7 son of a 7 son: Sjöunda platan og hún er með þeim betri nett poppuð lög eins og t.d The Evil That Men Do en mér finnst það vera besta lagið á þeirri plötu.


No Prayer For The Dying: Ekkert meistaraverk en samt alveg fín plata Holy Smoke reddar henni.


Fear of the Dark: Frábær plata en vantar einhverja fyllingu en allt saman reddast með lögunum Fear of the Dark og Afraid to Shoot Strangers!!

X-Factor og Virtual XI: Slökustu plötur Maiden en þarna var Blaze Bayley söngvari en samt nokkur ágæt lög.



Brave New World: Ferskast afurð Maiden í langan tíma. The Wicker Man og Dream of Mirrors úfff