Daginn!

Ég varð hálfhræddur þegar ég sá að St. Anger ætti að koma út seinna á Íslandi.. langaði að naga af mér höndina eða eitthvað, en í staðinn sendi ég e-mail á skífuna og spurðist fyrir um þetta..

Mailið hljómaði svona ;

“Kvöldið,

Ætlaði að spyrjast fyrir um hvort að St. Anger með Metallica …

Þarsem að útgáfu disksins var flýtt, kemur hann þá ekki samt á réttum tíma; þ.e. 5 júní? Því ef að marka er heimasíðu hljómsveitarinnar ( www.metallica.com )á hann að koma út 5 júní um heim

Allan í stað 9. júní til að koma í veg fyrir afritanir og dreifingu á netinu.

Diskurinn kemur örugglega 5. júní.. ekki satt?

kv,
Metallica fan að deyja úr spennu”

Síðan í dag fékk ég þetta svar ..

“Sæll,

Hún kemur hingað á föstudaginn 6. júní. Til gamans má geta að hún kemur
einnig þann dag út í Japan.”

Þannig að þar hafið þið það, degi seinna.. En það er þó skárra heldur en að fá hann eftir helgi :)
Vona að þetta bindi endi alla þessa St. Anger korka… Komið alveg nóg af þeim..