Fyrir ykkur sem hafa áhuga þá er platan “Misery, Index, Image” með Vígspá komin út. Hún kostar sléttan 1000 kall og það má fá hana á komandi tónleikum sveitarinnar.
Einnig getið þið nálgast hana í Geisladiskabúð Valda og mér skilst að 12 Tónar hyggist selja hana líka. Ef þetta klikkar allt þá er hægt að tékka á síma 865 8505 (Haukur) eða senda mail á vigspa@yahoo.com
Einhver lög verða svo spiluð af plötunni í útvarpsþættinum Dordingull.com á X-inu í kvöld (miðvikudagskvöld) og er það Senor Valli sem stendur fyrir því.