D.u.s.t heitir hljómsveit sem gaf út hljómplötu, samnefnda, fyrir nokkru síðan. Þetta eru metnaðarfullir drengir, sem hafa trú á því sem þeir eru að gera. Tónlistin ber keim af því sem er að gerast vestanhafs, hvortsem maður fílar það eða ekki, þá gera þeir það vel.
Það fór varla framhjá nokkrum manni að Singapore Sling og Ensími gerðu víðreist og spiluðu á rokkhátíð í Texas á dögunum, þessu var gert grein fyrir í fjölmiðlum. En hljómsveitin d.u.s.t var þarna líka, en fékk enga umfjöllun um það.
Markmiðið hjá þessum íslensku hljómsveitum er það sama og hjá hinum 1000 hljómsveitum sem voru þarna, að komast eitthvað lengra með tónlistina sína. Veit ég ekki hvernig gekk hjá hvorum fyrir sig, en óska þeim öllum alls hins besta.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein, er að ég er orðinn leiður á þeirri “frumlegheitafanatík” sem loðir við Íslendinga, þ.e ef þú ert ekki nógu skrítinn, leiðinlegur, asnalegur, frumlegur þá áttu ekki séns. Af hverju þarf alltaf að vera að finna upp hjólið? af hverju er ekki nóg að gera bara hlutina vel?
Góð klisja er að ef þú meikar það heima, meikaru það ekki úti…
www.dustrocks.com