plötum frá tímanum í kringum 85-90 og þar rakst ég á þar sem var verið að tala um Eirík Hauksson og bandið hans ARTCH. 100 STIG AF 100 MÖGULEGUM.
Og þetta sögðu gaurar sem lofsungu bönd sem ég elska þannig að ég hringdi í frænda minn og bað hann að lána mér lofsungnu plötuna. Fannst hún í miklu ryki. Ég hélt alltaf að þetta væri hundleiðinlegt 80´s rokk. Eins og Mötley Crue eða álíka. Þessi plata sem ég fékk lánaða ,,ANOTHER RETURN" er bara ein besta plata sem að ég hef heyrt á ævinni!!!
Shit!
Platan byrjar á flottu drungalegu intrói. Intróið er svona eins og er á nokkrum plötum hjá þýsku meistörunum í Helloween.
Þegar að intóinu lýkur byrjar þungur rythmi á gítar, síðan bætast in trommurnar og bassi og klukkubjöllur í bakgrunninum.
Síðan byrjar okkar maður Eiríkur Hauksson að þenja raddböndinn.
Og váá! Þvílík rödd! Ég hélt fyrst að þetta væri sjálfur Bruce Dickinson! Í fyrsta laginu er hann sláandi lýkur honum í röddinni.
En ég ætla ekki að fara í gegnum öll lögin. Ég vildi bara upplýsa fólk um þessa frábæru hljómsveit.
Lögin eru eins og sambland af METAL CHURCH og HELLOWEEN
Frábærar lagasmíðar með frábærum gítarleikurum. Mjög líkar lagasmíðar og á Walls of Jerico með Helloween. Öflugir gítarar með geggjuðum sólóum og skemmtilegur bassi og double kick.
Og Eiki syngur eins engill. Þvílík rödd! Hann hefði átt að taka sæti Bruce Dickinson í Iron Maiden þegar að hann hætti á sínum tíma. Hann er með alveg sama raddsvið.
Einnig svipar honum mikið til Micheal Howe sem að söng einu sinni með METAL CHURCH.
En alveg frábær plata.
Ef þú fílar eftirfarandi að þá áttu eftir að elska þessa plötu: IRON MAIDEN, HELLOWEEN, METALLICA, METAL CHURCH.
Og ef það er einhver sem á þessa plötu á CD og vill ekkert með hana hafa má hann alveg hafa samband. Einnig ef einhver á seinni plötuna.
Tékkið á þessari
ANOTHER RETURN með ARTCH