Ég er búinn að bíða mjög lengi eftir þessu! DVD diskur um gerð svörtu plötunar (sem heitir reyndar Metallica). Ég sá hann í BT fyrir tilviljun og keypti hann strax, enda búinn að bíða mjög lengi. Á þessum frábæra disk er fjallað allt ferlið þegar diskurinn var tekinn upp. Viðtöl, demó sem ekki hafa heyrst áður og allur fjandinn. Teknir eru fyrir allir singularnir af plötunni þ.e. Enter Sandman, Sad But True, The Unforgiven, Wherever I may roam og Nothing Else Matters. Þeir félagar tala um lögin, hvernig þau voru samin og hvernig þau voru unnin í stúdíóinu og einnig fær maður að heyra upptökur sem aldrei hafa heyrst. Einnig er talað við Bob Rock og aðra stúdíó gaura um vinnu plötunar.
Þessi diskur er algjör snilld og ef þú ert sannur Metallica aðdáandi er þetta skyldueign, enda kemur margt fróðlegt og skemtilegt fram, t.d. er mjög skemtileg sagan um hvernig Bob Rock ákvað að vinna með þeim. Nú er bara að bíða eftir St. Anger sem kemur út 10 júní.
Mæli einnig með S&M á DVD, algjör klassík.