Ég var lengi vel sammála þér að vissu leiti varðandi þetta, að á meðan harðkjarnasveitir voru að spretta upp eins og gorkúlur, þá vantaði tilfinningalega léttari sveitir innan þungarokksins, þó ekki væri nema eitthvað í þyngd við Slayer eða léttara eins og Manowar jafnvel… eitthvað í þá grenndina.
Núna eru hins vegar komnar nokkar fram eins og
Anubis frá Akureyri
Spila svona gothenburg style death metal, melódískt dauðarokk… 9. jan spila þeir í Hinu húsinu, ekki láta þig vanta!!
Changer
Svolítið Meshuggah style death metal. Eru alltaf að verða þéttari og betri spilarar en eru samt að vissu marki að gæla við harðkjarnasenuna, e.t.v. vegna þess að það koma svo ansi margir á slíka tónleika…
Exizt
Gulli Falk og félagar… ein af elstu og langlífustu hard rock/metal sveitunum okkar. Melódískt hard rock/metal hér á ferð.
Sign
Fyrir ofan Himininn, nýjasta plata þeirra, inniheldur allnokkur lög sem ekki er hægt að flokka öðruvísi en sem hard rock/metal ala hair-metal níunda áratugarins með svolítið öðruvísi sándi. Inniheldur nokkur virkilega góð lög en dettur niður í nokkrum.
Kalk
Eru yfirleitt nokkuð léttir og varla talist þungarokk en detta inn í þungarokkið af og til og eiga nokkra ágæta spretti inn á milli. Hafa það sem reglu á tónleikum að taka alltaf lagið Future World með Helloween
Fleiri???
Resting Mind concerts