Ég held að það sé ekki mikið af slíkum böndum til, kannski vegna þess að oft er það einmitt söngurinn sem gerir það að verkum að einhver tiltekin sveit flokkast sem dauðarokk.
Ég myndi byrja á því að kíkja á www.google.com og gera leit með þessum orðum: instrumental band death metal - og sjá hvað setur.
T.d. skilst mér að hljómsveitin Carpathian Full Moon eigi einhver instrumental lög en er annars death metal. Sveitin er hins vegar hætt og hef ég ekki heyrt í henni.
Þú gætir kíkt á Gordian Knot, en þar eru Cynic mennirnir Sean Reinert og Sean Malone við stjórnvölinn (ásamt fleiri snillingum), en Cynic er dauðarokkssveit.
http://www.seanmalone.netEinnig gætirðu prófað Echosilence,
http://www.echosilence.netÉg ábyrgist samt ekki að eitthvað af þessu sé það sem þú sért að leita að.