Snafu - Anger is not enough
Hljómsveitin SnaFu var að gefa út sinn fyrsta disk og ber hann nafnið ANGER IS NOT ENOUGH. Það er harðkjarna útgáfan sem gefur út diskinn og hægt er að nálgast gripinn í Japis Laugavegi, Hljómalind, á tónleikum (auðvitað) og í gegnum harðkjarna á netinu. Fyrir fólk úti á landi er auðvitað hægt að fá diskinn í póstkröfu. Diskurinn er rétt um 42 mínútur á lengd og inniheldur 8 lög (auk 7 bónus laga, sem voru tekin upp á tónleikum núna í október). Diskurinn kostar 1200 kall og ég vona að sem flestir styrki bandið og kaup þennan snilldar grip. Fyrir þá sem þekkja bandið ekki þá lentu þeir í 2. sæti músíktilrauna tónabæjar núna í ár og eru ein af fermstu hardcore böndum landsins. til að komast að meiru um bandið er hægt að kíkja á heimasíðu þeirra: www.snafu.8k.com. Íslenskt harðkjarna rokk!!!<BR