Jæja! Ég skellti mér á tónleikana í Hinu Húsinu á fimmtudaginn, þrusugóðir. Ég ætla hér að segja mitt álit á hljómsveitunum.
SHC
Spiluðu nokkuð grípandi 3ja gripa rokk. Ágætis band, gítarleikarinn tók eitt mjög flott sóló, en því miður heyrðist helmingi hærra í Rythma gítarnum heldur en lead. Fínasta band.
Spildog
Þetta var í annað skipti sem ég sá þá, og einhverja hluta vegna þótti mér þeir betri í fyrra skiptið. Áttu í dálitlu brasi með trommurnar. Síðasta lagið sem þeir tóku var ógeðslega flott, ég var í mínum eigin heimi þegar þeir tóku það. Mjög gott band.
Changer
Ég hef séð Changer svona 4-5 sinnum, og þeir eru held ég uppáhalds bandið mitt í senunni. Þeir eru alltaf ótrúlega kraftmiklir og lögin þeirra eru geðveik. Hápunkturinn var þegar þeir tóku Feelings: Deleted. Besta bandið á tónleikunum og ekki skemmdi það fyrir að Kristján sýndi meistaratakta á trumbunum eins og alltaf.
Andlát
Andlát voru mjög góðir þarna, sögðu að þetta væru síðustu tónleikar þeirra í bili, þar sem þeir voru að fara að taka upp. Þeir voru nokkuð kraftmiklir, trommuleikurinn var mjög áhugaverður. Síðan enduðu þeir á gamla Metallica slagaranum For Whom The Bell Tolls við góðar undirtektir. Klassa band.
Klink
Ég hafði mikið heyrt talað um Klink en aldrei séð þá áður, en þarna er á ferðinni eitt athyglisverðasta band sem ég hef á ævi minni séð. Skemmtilegar taktbreytingar oft á tíðum og þeir voru mjög kraftmiklir þrátt fyrir að hafa bara 1 gítar. Og ég hef sjaldan séð jafn brutal moshpitt á ævi minni. Frábært band.
Og svona lauk tónleikunum. Í greininni komu aðeins fram mínar skoðanir á böndunum.
Njótið vel!