Soilwork Chainheart Machine
Verð að segja að það er ekki mjög langt síðan ég kynntist þessu snilldar bandi “Soilwork” minnir að thorok hafi átt heiðurinn af því að kynna mér fyrir þeim. En allavegana þá er þetta frábær hljómsveit. Sem spila hinn típíska Melódíska sænska death metal. Þessi hljómsveit er allveg snilldar góð í því sem þeir eru að gera.
Þessi diskur sem ég ætla að taka fyrir heitir “Chainheart Machine” og er gefin út árið 1999 af Century media. Diskurinn er snilldarlega gerður og hvert lag hefur sín sérkenni (sum bönd eiga það til að festast í því sama) . Ég get ekki lýst lögunum betur en að þau eru melódísk, hetjusóló gítarleikur útum allt að brillera, söngurinn/tjáningin er töff, vel í anda GÖMLU GÓÐU In flames, trommurnar taktfastar og hraðar og vel útsettar og bassin er þarna eitthverstaðar en þar sem ég er ekki bassaleikari þá ætla ég ekkert að tjá mig um hann. Þetta er MAGNAÐUR diskur. Besti “Soilwork” diskurinn að mínu mati. Þó margir þeirra séu góðir.
Diskurinn byrjar á titillaginu “Chainheart Machine” sem er bara svakalegt með einu orði. Hratt lag, með töff hröðum köflum, lagið róast aldrei of langt niður einsog þessar sænsku death metal hljómsveitir eiga til með að gera (róa lögin of langt niður). Þetta lag er topplag.
Ég ætla ekki að tala um hin lögin en þau eru alls ekki síðri en Chainheart Machine.
Lögin á diskinum eru
1. Chainheart Machine
2. Bulletbeast
3. Millionflame
4. Generation Speedkill
5. Neon Rebels
6. Possessing the Angels
7. Spirits of the Future Sun
8. Machinegun Majesty
9. Room No 99
*10. ShadowChild (ef diskurinn er frá japan)
Diskurinn er Prodúseraður af Fredrik Norstrom. Og Tekin upp í Studio Fredman. Þetta er Diskur sem ég mæli með!
Sérstaklega ef þú fýlar Sænskan deathmetal á borð við In flames (gömlu in flames).
Heimasíða Soilwork.
http://www.soilwork.com
fan site
http://www.soilworkers.com