Death – Leprosy Death – Leprosy

Death er hljómsveit sem allir ættu að þekkja. Og allir sem hlusta á deathmetal eiga að þekkja. Þessi diskur kom út árið 1988 og er án efa að mínu mati besti deathmetal diskur sem gefin hefur verið út. Diskurinn er önnur breiðskífa Death í röðinni en Death hafa gefið út 10 diska þar af tvo tónleika diska (live in L.A og Live in Eindhoven). Þessi diskur er samt ekkert Brutal death metal. Meira Thrash/Death metal einsog það gerist best. Það vart að segja að öll lögin séu vel melódísk og frábær sóló útum allt.
Diskurinn er kraftmikill og það er voða erfitt að lýsa stökum lögum eitthvað sérstaklega.
Sóló gítarleikurinn minnir svakalega á Slayer sóló. Trommurnar eru taktfastar og velgerðar, Diskurinn er mjög vel tekinn upp og í alla staði vel pródúseraður. Allt við þennan disk er fullkomið fyrir mér.

Lagalistinn er

Leprosy
Born Dead
Forgotten Past
Left to Die
Pull the Plug
Open Casket
Primitive Ways
Choke on it

Ég get ekki sagt neina toppa því þessi diskur er átta laga snilld. Kanski að nefna “Pull the plug” “Leprosy” og “Born Dead” þó öll lögin séu meistaraverk.
En bara ég mæli eindregið með diskinum fyrir alla sem kunna MJÖG GÓÐA tónlist að meta. Trasharar fýla þennan disk í tætlur. Allir deatharar. ALLIR metalhausar!.
Leiðbeiningar:
1. Kaupið diskinn
2. Hlaupið heim til ykkar
3. Látið hann í
4. Ýtið á play
5. Setjist niður og hlustið á eðal trash/death metal í 40 mínútur

Svona að lokum. Fyrir þá sem ekki þekkja Death þá er sú hljómsveit stofnuð 1983 þegar Chuck var 16 ára þá undir nafninu Mantas (breyttist í Death ári seinna). Death hafa gefið út 10 breiðskífur en þeir eru
Scream bloody gore (1987)
Leprosy (1988)
Spiritual Healing (1990)
Human (1991)
Individual thought Patterns (1993)
Symbolyc (1995)
The Sound Of Perseverance (1998)
The Fragile Art Of Existence (1999)
Live in L.A (2001)
Live in Eindoven (2001)

Á síðasta ári endaði glæsilegur ferill Death en söngvarinn og maðurinn bakvið Death. Chuck dó úr krabbameini sem hann hafði verið að berjast gegn í nokkurn tíma.

Death offical homepage og minningar síða um Chuck
http://www.emptywords.org