Sorgar fréttir fyrir COF aðdáendur því gítar leikari sveitarinnar Gian hefur ákveðið að hætta í hljómsveitinni eftir 6 ára dvöl.Samkvæmt www.theorderofthedragon.com ætlar hann samt að halda áfram í tónlistinni en á þeirri braut þar sem hann fær að eyða meira tíma í einkalífinu.
Gian Pyers hefur sett mikin svip á hljómsveitina og hefur að mínu mati hjálpað mikið við að gera hana að því sem hún er í dag.Er þetta samt skrýtið að hann sé að hætta á þessum tíma hljómsveitarinnar því nýji diskur þeirra A Rant Of Ravens: The Damnation and a Day er á fullu í upptöku.Ekki veit ég nú hvort Gian verði á þeirri plötu en það sem ég best veit þá er hann allavegana búin að semja mikið af gítarnum fyrir plötuna.
Nú sem mjög dyggur COF aðdáandi þá eru þetta sorgar fréttir fyrir mig en við verðum bara að vona að hann snúi aftur eins og sumir fyrrum meðlimir hafa gert.