Hljómsveitin mínus mun halda útáfutónleika fyrir diskinn JESUS CHRIST BOBBY laugardaginn 18. nóvember næstkomandi. Þar mun hljómsveitin kynna fyrir okkur öll lög plötunnar. Sérstakir gestir á þessum tónleikum er hljómsveitin SnaFu (sem einnig er að fara að gefa út disk á næstunni (meira um það síðar). Það kostar einungis 500 krónur á tónleikana og hefjast þeir klukkan 18:00 núna á laugardaginn. Það er ekkert aldurstakmark á þessa tónleika og því ráðlagt að allir mæti. Tónleikarnir verða haldnir á Gauk á stöng.

Upp á síðkastliðið hefur verið eitthvað um vandærði með aldurstakmark á Gauk á stöng, en tónleikaaðstandendur fullvissa okkur um það að engin slík vandræði verði í þetta skipti.

Munið að mæta snemma.

valli