Jæja, þá ætla ég að skrifa gagnrýni um fyrsta geisladisk System of a down og mér finnst að hún passi betur í metal heldur en rokk. Satt að segja veit ég ótrúlega lítið um þessa hljómsveit og skammast mín frekar mikið fyrir það. Það eina sem ég veit um þá er hvað þeir heita, hvað þeir hafa gefið út o.s.fr. Ef þið vitið eitthvað plz segið frá.
Hér kemur lagalistinn:
Suite-pee: Lagið byjar í skemmtilegum dúr en breytist á svipstundu í þungt og gott stef, sem er dæmigert fyrir SOAD og frábært. Serj sýnir líka að hann er jafn góður að öskra og hann er að syngja. Það þarf ekki mörg orð til að lýsa þessari snilld.
Know: Flott lag með góðum rythma sem spinnist síðan í metal með Austur-Evrópsku ívafi. Lagið heldur manni við efnið allan tíman og maður þarf að vera virkilega þröngsýnn til að finnast þetta ekki vera gott lag. Daron sýnir líka snilldartakta við gítarinn eins og alltaf.
Sugar: Þetta er alveg ótrúlegt lag. Ég hélt ekki að það væri hægt að blanda rappi við nu-metal almennilega þar til ég heyrði þá hreinlega negla það. Þetta sýnir að það er ekki nein sérstök tónlistarstefna sem lýsir SOAD alveg. Þeir eru svo óendanlega fjölbreyttir.
Suggestions: Hér komum við að uppáhaldslaginu mínu. Byrjar mjög sakleysislega með auðveldri melódíu en svo þegar maður á síst von á því kemur alveg rosalegt distortion og gerir lagið líflegra. Þetta gengur svona hálft lagið þar til það kemur örstutt logn á undan storminum ef ég má orða það svo. Og aftur kemur Serj Tankian á óvart. Hann kemur með einhverja þá fáránlegustu rödd sem ég hef heyrt í lagi. “ The ships are multiplying day after day, sir, and they´re coming close to the shore, sir, shore, sir”. Ég hló í fyrsta skiptið sem ég heyrði þetta en síðan smám saman fannst mér þetta flottara og flottara.
Spiders: Þetta er fyrsta rólega lagið á disknum eg það er ekkert verra en hröðu lögin. En eins og í hinum lögunum tók það eins konar distortion boost en á heildina litið er þetta mjög grípandi lag. Einfalt en gott gítarsóló sem er mjög vel viðeigandi. Lagið endar síðan á sama takti og byrjunin.
Ddevil: Þetta lag byrjar frekar létt og hratt og nokkuð flottir orðaleikir í gangi í fyrst erindinu hjá Serj. Hér er Serj meira og minna á háu nótunum, svipað og lítil stelpa og það er gott að hardrockin snillingar eins og þeir hafi líka þessa líka léttu hlið á sér.
Soil: Þetta lag er hrein og bein snilld. John (trommari) hefur sinn eigin takt, gítar (Daron)og bassaleikarinn (Shavo) sinn eigin og söngvarinn (Serj) sinn eigin, og einhvernveginn passar þetta allt saman. Það er bara merki um sköpunarsnilld. Og þetta er bara byrjunin því þá byrjar Daron að sýna hvað hann er góður sólógítaristi. Þetta er svona svipað og gamli góði metallinn á við AC/DC, Metallica og fleiri. Svo tekur Serj við og allt í einu breytist lagið yfir í Austur-Evrópskt gítarsóló og það er hreint merkilegt hvað það passar vel við. Svo öskrar Serj með sinni einstöku rödd: “Why the fuck did you take him away from us, you motherfucker!!!!” og endar lagið einhvern veginn.
War?: Þetta lag er þungt og gott og er með uppáhaldslögunum mínum. Þetta er eins og einhvers konar áróðurslag til að berjast á móti heiðingjunum. Svo er mjög flott þegar Serj er að hrópa., eins og hann sé að tala við reiðan múg og hljómar mjög sannfærandi. Svo fer það aftur í þennan líka snilldar endi.
Mind: Þetta er virkilega róandi byrjun á laginu, hefur blæinn af sýrutónlist en dyr síðan hægt og rólega út. svo fer þetta upp í alveg magnað þungarokk en þegar Serj byrjar að syngja aftur þá kemur þessi sýra aftur. Ef þeir voru ekki í vímu á meðan þeir gerðu þetta, þá er ótrúlegt hvað þeim tókst vel upp með þetta lag. Mjög fjölbreytt og feit bassalína finnst mér einkenna lagið stöku sinnum og það er það sem mér finnst gaman að heyra þótt mér finnist gítarinn ekkert síðri. Svo endar lagið í sama ástandi og byrjunin.
Peephole: Þetta lag er svona týbiskt Tívolílag fyrir metalhausinn. Þetta lag væri svo sem líka gott fyrir krakka en kannski ekki. Þetta gengur svona eins og maður vonar fyrst en síðan kemur alveg frábært sóló hjá Daron, það bætast að ég held við túbur eins og maður heyrir svo oft í þessum hljómsveitum í sirkus. Algjör gargandi snilld!!!!!!!!!
CUBErt: Lagið byrjar frekar einfalt með nokkuð glettnum texta og verður smám saman harðara og þyngra þar til það er allt í einu búið. Skrýtið að þetta lag var minna en tvær mínútur þegar þetta hefði alveg getað verið gott lag í þrefaldan þann tíma sem það var í raun og veru.
Darts: Textinn í þessu lagi er hinsvegar fáránlegri en í CUBErt og ég fattaði ekkert um hvað hann fjallaði. Lagið hinsvegar er geðveikt og er alltaf að skiptast á að vera hægur taktur með hvísli yfir í hratt tempo með þvílíkum öskrum. Geðveikt!
P.L.U.C.K. (Politically Lying Unholy Cowardly Killers): Hér komum við að besta laginu á disknum að mínu mati og byrjar á hröðu tempói sem fær mann til að fá útrás. Söngurinn er algjör snilld með þessu Austur-Evrópsku ívafi sem einkennir þá gífurlega. Daron tekur meiri þátt í söngnum og það er flott hvað hann er góður söngvari. Viðlagið finnst mér samt best, það ríkir ákveðin sorg í því og það er erfitt að ná því í söng og hljóðfæraspili.
Topp5:
#1 Suggestions
#2 P.L.U.C.K.
#3 Soil
#4 Sugar
#5 Spiders
Ég gef þessum geisladisk fimm stjörnur af fimm. Þessi diskur er óaðfinnanlegur og er meistaraverk út í gegn. Hann er fjölbreyttur, melódískur, þungur og algjört möst fyrir metalhaus.