Ancient Ceremony - Synagoga Diabolica Ancient Ceremony - Synagoga Diabolica


Þessi diskur var gefinn út seint á árinu 2000. Ancient Ceremony spila melódískt gothic metal/blackmetal. Diskurinn mætti
segja að sé ein stór melódía, það melódískur er hann í raun. Lögin eru 6 þar af 1 cover lag. Einnig eru 2 intro/outro.
1. Þeir byrja diskinn á “Synagoga Diabolica” sem er intro. Þetta er létt syth-að lag með og mjög venjulegt stutt intro. Minnir soldið á
Cradle of Filth intro og annað, sérstaklega kvennröddin í introinu.
2. Næsta lag er “Forbidden Fruit Sapientia” sem er hratt, lag með smá trash/black fíling. Vel útfært og mjög gott lag. Melódían er
góð og lagið er grípandi.
3. Næst kemur “Soul Darwinism” sem er mjög hratt lag. Mikill blackmetal fílingur í laginu og er eiginlega bara hið fínasta blackmetal lag.
Lagið er skreitt með flottum solo gítarleik og ágætis melódíu.
4. Næst kemur endurbætt útgáfa af laginu þeirra “Choir Of Immortal Queens” þeir hraða það aðeins upp og endurbætingin er góð. Lagið er hratt
og grípandi og gott.
5. Þetta lag er ég ekki viss um að ég kalli lag það er frekar svona intro. Sythað allveg í gegn ekkert annað hljófæri notað. Það er típískur
Tívolí hryllingmyndalaga fílingur í því (hehehe ekki spyrja hvaðan ég fékk þá hugmynd).
6. “Crowned Child” Þetta lag er án efa mesta gothic lagið á disknum .Eftir þá. Lagið er bara hið típíska gothic metal lag. Smá oggu trashað upp. En það er bara
flott. Melódían er stíf og góð. og lagið breytilegt á allan máta.
7. Þetta er eiginlegt outro af diskinum. Svipar MJÖG mikið í intro/outro frá cradle of filth. Eitthvað stutt en töff.
8. Þetta lag er aukalag af diskinum Þetta er FRÁBÆRT cover af metallica slagaranum “creeping Death”. Þetta lag er gothic snilld. Og þegar ég
heyrði það fyrst hló ég yfir hversu töff það virkilega var.


HEILDARSÝN!!

Diskurinn er mmmjjjöööggg góður. Þessi hljómsveit er vel að meika það í mínum græjum. Ég persónulega kýs þá langt langt umfram Cradle of filth
en þessi hljómsveit er nokkurnvegin í sama bransa. Þetta er alvuru diskur og ég tel hann vera skildu eign hjá gotherum, cradle of filth aðdáendum.
og jafnvel líka hjá blackmetalistum, Þessi diskur fær allveg þrjár og hálfa stjörnu plús af fjórum.

Semsagt Þessi diskur rokkar!!!


Smá svona um hljómsveitina.

Hljómsveitin var stofnuð um árið 1990.
Þeir hafa gefið út 6 breiðskífur og eitt demo.
Hljómsveitin hefur haft tíð meðlima skipti sem ég nenni einfaldlega ekki að skrifa um.

hér eru nokkur hljóðdæmi. af diskinum

Synagoga Diabolica + Forbidden Fruit Sapientia :
http://www.blackmetal.com/~mega/AncientCeremony/samples/IntroForbiddenFruitSapientia.mp3

Soul Darwinism:
http://www.blackmetal.com/~mega/AncientCere mony/samples/SoulDarwinism.mp3

Crowned Child:
http://www.blackmetal.com/~mega/AncientCeremony /samples/CrownedChild.mp3

Creeping Death:
http://www.blackmetal.com/~mega/AncientCeremony /samples/CreepingDeath.mp3

Það eru fleiri hljóðdæmi á heimasíðu hljómsveitarinnar.

http://www.ancient-ceremony.de/