Hverjir hérna kannast við Helloween? Eða betra hverjir hérna kannast ekki við Helloween? Hún er ein af örfáum hljómsveitum sem hafa getið breytt heilli þungarrokks-kynslóð. Þetta er hljómsveitin sem skapaði Power Metall með diskum sínum Keeper of the seven keys Part 1 & 2. Meðal þeirra hljómsveita sem telja þá sem einn af sínum goðum eru Hammerfall, Edguy, Blind Guardian, Stratovarius og margar aðrar hljómsveitir. Þessi hljómsveit fékk strax nafnið á sig The Happy Metallers sem er mjög svo viðeigandi, útaf því að þeir syngja mjög svo glöð lög! Þ.e.a.s. textarnir eru þannig byggðir að þeirra gera mann virkilega glaðann. En Hér ætla ég að ræða um nýjasta diskinn þeirra The Dark Ride.
Þessi diksur var gefinn út árið 2000 og ég segji það satt þetta er einn af topp 10 metall diskum á því ári. Þessi diksur er pródúseraður af Roy Z(Bruce dickinson og Rob Halford fame) og Charlie Bauerfeind (Allanah Myles, Angra).
Þessi diskur varð strax einn af mínum uppáhalds diskum strax fyrsta daginn sem ég keypti hann í Edinborg. Gítarleikurinn er einn einn sá allra besti sem ég hef nokkurn tímann heyrt, Það eru þeir Michael Weikath og Roland Grapow sem sjá um það, Söngurinn er óðafinnanlegur, Hann Andi Deris hefur mjög svo hráa rödd en hann hefur breidd á við Bruce Dickinson! Trommuleikurinn er næstum fullkominn og sér hann Uli Kusch vel um það. Takturinn er vel haldinn upp hjá bassaleikarinnum Markus Grosskophf.
Diskurinn byrjar á intro sem heitir Beyond The Portal og hún setur strax stemningunna á þessum disk sem er rosalega myrkur einsog nafnið segir bara strax. Þetta er rétt svo 45 sekúndur en mjög magnþrungið.
Það er reyndar ekki mikið um gleði hér nema í tveimur lögum og það eru Salvation og All over the nations sem eru skrifaðar af stofnanda Helloween og það er einsog hann sé að herma eftir hljómsveitum sem eru að herma eftir Helloween! Þau eru ekki léleg þau bara eru ekki jafngóð og hin.
Bestu lögin eru tvímælalaust Escalation 666, If I could Fly, The Dark Ride og The Departed. En lang skemmtilegasta lagið er Mr. Torture og ég einsog margir aðri örugglega héldum að það væri ekki hægt að skrifa skemmtilegt lag um Sadó-Masókista.
Það er ein ballaða og heitir hún Immortal og setur hún stemningunna fyrir titillagið. Titillagið er 8 mínútur og 50 sekúnder og er allgjör tær snilld. Ef eitthvað þá ætla ég að líkja hana við “The Rime of the ancient Mariner” með Iron Maiden.
En til að ljúka þessari gangrýni *** af ****. Þetta er snilldardiskur fyrir alla þungarokksaðdáendur. Er með nóg af melódíum sem ætti að fanga hvern einasta mann.