Immortal - smá info og faq Immortal var stofnuð af tveim mönnum. Abbath doom Occulta og Demonaz doom Occulta. Abbath og Demonaz höfðu báðir verið eitthvað í norsku metal senuni. OG stofnuðu þetta band árið 1990.
Þeir voru einsog flestar aðrar blackmetal hljómsveitir undir áhrifum frá Bathory og Celtic Frost.
Firsta “lineup” á hljómsveitini innihélt einnig trommaran Armagedda og gítarleikarann Jorn. Jorn hætti í bandinu áður en þeir gáfu eitthvað út.

Þeir gáfu út eina 7“ árið 1991 þá með Armagedda sem trommara. Abbath sá um sönginn og bassan. Og Demonaz um gítarana og textagerð. 7” er auðvitað ekki fáanleg lengur en er öll á True kings of norway. og Battles in the north.

Næsta ár gáfu þeir svo út sína fyrstu breiðskífu. Diabolical Fullmoon Mysticism. hún innihélt 8 lög. Það var sama lineup og af 7“.
Eftir upptökur á þeim diski var armagedda rekinn. og fenginn var trommari að nafniu Kolgrim. Hann var með í firsta myndbandi Immortal sem norsk sjónvarpstöð vildi láta gera. Stuttu eftir það var Kolgrim rekinn líka.

Árið 1993 gáfu Immortal svo út ”snildinna“ Pure Holocaust. Line up á þeim disk var Abbath og Demonaz.
Á meðan frágangi diskisins stóð fengu þeir Eric til að tromma.
Hann var á coverinu þó hann hefði ekki spilað á disknum.

Eric spilaði á tveim tónleikaferðalögum með Immortal og var svo rekinn úr hljómsveitinni. Eric fór í fræg blackmetal bönd eftir þetta m.a Borknagar og Gorgoroth.
Árið 1999 framdi Eric svo sjálfsmorð.

Árið 1995 gáfu Immortal svo út Battles in the north. þá aðeins Demonaz og Abbath. Abbath trommaði, spilaði á bassann og söng. á meðan Demonaz spilaði á gítarinn og samdi textana.

Árið 1997 gáfu Immortal svo út Blizzard beast. Þá voru þeir búnir að fá nýjan trommara að nafiniu Horgh. Hann er ennþá meðlimur í hljómsveitinni.

Eftir diskinn fengu þeir Hellhammer (mayhem) til að tromma með sér á tónleikaferðalögum. Hann tromamði einnig á Immortal videoinu. Masters Of Nebulah Frost..

Stuttu seinna varð Demonaz að hætta í Immortal. Hann hafði verið að spila á gítar sinn í 12 tíma stanslaus(að mig minnir getur verið bull í mér) hann gleymdi að hita upp og meiddist.
Demonaz getur ekki lengur spilað á gítar. En hann semur samt ennþá texta Immortal og er umboðsmaður þeirra.

Árið 1999 gáfu Immortal svo út diskinn ”at the heart af a winter"
line upið á þeim disk var aðeins Horgh og Abbath. Abbath gerði þá allt nema að spila á trommurnar.
í kjölfar disksins fóru þeir í tónleikaferðalag. Þeir fengu Ares úr Aternus til að spila á bassa. Eftir ferðina báðu þeir Ares um að veraða meðlim en hann áhvað frekar að halda áfram með Aternus.

Árið 2000 gáfu þeir út diskinn Damned In black. Á þeim disk höfðu þeir fengið til sín Ichara á bassa. og Var lineuppið Abbath, Ichara og Horgh. Á þeim disk gerði Abbath samt allt. Hann spilaði á öll hljóðfærin og söng.

Árið 2002 og nýji Immortal diskurinn er kominn til landsins. Sons of northen darkness. frábær diskur. Sem áður gerði Abbath allt á disknum.

Sama ár hætti Ichara í Immortal. mörgum til mikilla gremju. Hann sagðist vilja sinna fjölskyldu sinni. Þetta line up var þétt og gott live.
Núna er kominn nýr bassaleikari. sem ég man ekki nafnið á :/ .
Immortal munu spila á Wacken í þýskalandi.