Ég er mjög sammála þér.
En eitt!!!
Þú verður að athuga það væni minn, að meðlimir Metallica eru orðnir 40 ára gamlir, og mennirnir náttúrulega þroskast frá graðhestadjöfulganginum. Það væri ekki neitt nema asnalegt ef að Metallica væru að spila sömu tónlistina í dag, 40 ára gamlir, og það sem þeir voru að spila þegar þeir voru 20 ára. Metallica voru nú ekkert að fara eftir markaðnum, þeir spila tónlistina sem þeir fíla í dag. T.d. ef að Metallica væru að spila sama í dag og fyrir 20 árum, þá yrði líklega sagt “þessir stöðnuðu gamlingjar, þeir eru nú frekar þreyttir”, en þegar þeir eru EKKI að spila sömu tónlistina þá er sagt “þeir eru bara djös píkupopp, allt of commercial fyrir mig”. Það er bara þannig, og verður þannig alltaf, að hvað sem Metallica gera, þá verður alltaf sett út á það, og reynt að rakka það niður á einhvern hátt. Ég veit ekki hvað fólk hefur á móti þeim, kannski er það napster málið allt, kannski eitthvað annað. Og þeir sem eru á móti þeim vegna Napster málsins, þá vil ég benda þeim á eitt. Þetta voru mörg hundruð hljómsveitir sem fóru í mál við Napster, ekki bara Metallica eins og margir halda. Það eina er að Lars Ulrich, trommuleikari Metallica, var svona “frontman” þessa hóps, vegna þess að hann er mjög vel að sér í lögfræði.
Og ef við hugsum rökrétt, þá sjáum við að það er eðlilegasti hlutur í heimi að þeir séu orðnir rólgri í dag heldur en þeir voru fyrir 20 árum.
Við skulum bara virða þessa menn, þeir eru snillingar, og áttu sinn þátt í að móta sögu þungarokksins.