F.U.C.K. NATO er nafnið á hardcore/pönk/rokkhátíð sem haldin verður 13. og 14. Maí næstkomandi í Tjarnarbíói.
(Skammstöfunin F.U.C.K. þýðir hér “Friends Unite in Creating Kaos)
Undirtitill hátíðarinnar er; ”Aldrei hafa svo fáir gert svo mikið til að lítilsvirða svo marga".
Tilefnið er fundahald NATO aðila hérlendis. Aðstandendum hátíðarinnar finnst óþolandi að hluti Reykjavíkurborgar verði lokaður almenningi einungis vegna fundar einhverra aðila sem aðstandendum finnst alls ekki vera merkilegri en almenningur. Einnig veldur pirringi sú staðreynd að á fundunum er verið að ræða málefni sem snerta almannaheill en samt er almenningi ekki leyft að koma nálægt fundarstað. Þar að auki eru þeir aðilar sem taldir eru mest málsmetandi innan NATO, hagnaðaraðilar í vopnasölu um allan heim. Það eru ekki hirðir sem við, sem friðelskandi manneskjur, viljum kenna okkur við.
Á hátíðinni koma fram eftirfarandi hljómsveitir:
Mánudagur 13.
REAPER
CITIZEN JOE
(Tvær af þriðju kynslóðar hardcore hljómsveita hérlendra)
DYS
Glænýtt pönkband m.a. Sigga Pönk og Elfar úr Heiðingjunum)
BRAIN POLICE
(Eyðimerkurrokkararnir í Brain Police eru komnir aftur af stað)
SNAFU
ANDLÁT
(Tvær af hörðustu metalcore hljómsveitum klakans)
Þriðjudagur 14.
LACK OF TRUST
DOWN TO EARTH
(Tvær aðrar af þriðju kynslóð hardcore hljómsveita hérlendra)
I ADAPT
(Öskureiða jollycore hljómsveitin)
ELIXÍR
(Tribal hardcore sem kemur saman aftur eftir langt hlé)
CHANGER
(Eina sanna HEAVY METAL hljómsveit Íslands)
FIDEL
(Tékkið á nýju plötunni þeirra frá Eddu)
FORGARÐUR HELVÍTIS
(Hraðasta og grjótharðasta hljómsveit á Íslandi)
Spilað verður frá 19.00 – 23.00 hvort kvöld
Aðgangseyrir verður 500 kr hvort kvöld
16 ára aldurstakmark
MÓTMÆLUM Á DAGINN OG ROKKUM Á KVÖLDIN