Í tilefni Andkristnihátíðar senda fulltrúar hátíðarnefndar frá sér þessa yfirlýsingu:
Við, aðstandendur Andkristnihátíðar, trúum því að tími kirkjunnar sem valdastofnunar sé að líða undir lok. Of lengi hefur kristin kirkja verið eitt af kúgunartækjum ríkisvaldsins. Allt frá lögleiðingu kristni á Íslandi með ofbeldi fyrir þúsund árum hefur hlutverk hennar verið að innprenta þegnum þjóðfélags okkar hlýðni við ríkisvaldið og virðingu fyrir kirkjunnar mönnum. Við trúum því einnig að kristni sem trúarbrögð sé í hnignun og sé að tapa virðingu sinni í augum almennings meir og meir eftir því sem almenningur verður upplýstari.
Með yfirgangi sínum og áherslu á mikilvægi sitt sem stofnunar hefur kristin kirkja svikið fólkið sem hún segist þjóna. Hið sama á við um aðra minni kristna söfnuði þar sem ræktun trúarbragðanna sniðgengur persónulegar þarfir hvers einstaklings fyrir að rækta sig sem manneskjur, því trúarbrögðin sem slík brjóta niður hið meðfædda leitandi eðli manneskjunnar. Þar er hverjum og einum ekki leyft að þroskast andlega nema innan ákveðins ramma.
Það er hið sorglega eðli trúarbragða.
Hátíðin mun hefjast á Gauk á Stöng þann 7 nóvember frá kl. 21:00 með tónleikum þar sem fram koma hljómsveitirnar Forgarður Helvítis, Sólstafir, Múspell og Potentiam. Aðgangseyrir 400 kr.
Næstu þúsund ár eru okkar!
F.h. hátíðarnefndar
Sigurður Harðarson
Aðalbjörn Tryggvason