Trommari hljómsveitarinnar fór erlendis að læra hjóðvinnslu en kom aftur fyrir skömmu og byrjaði bandið þá að æfa um leið.
Hljómsveitin vakti sérstaklega mikla athygli í íslensku öfgarokk-senunni á sínum tíma og hefur hún t.d fengið þann heiður að deila sviði með Cannibal Corpse og fleiri góðum erlendum böndum.
Severed Crotch spilar gróft tæknilegt dauðarokk en á seinni árum hefur hljómur hjómsveitarinnar breyst mikið og sækja þeir liðsmenn áhrif sín í margar áttir.
Árið 2010 gáfu þeir út plötuna “The Nature of Entropy” og féll hún mjög vel í almúgann.
„Þetta er list … extreme metal list sem ekki allir geta komið frá sér þó að margir reyni“ (Siggi Pönk)
Tónleikarnir verða haldnir á Gauk á Stöng og opnar húsið kl. 22:00 en tónleikarnir byrja kl. 23:00. 1500 krónur inn og verður posi á staðnum.
Upphitun verður í höndum Gone Postal og Blood Fued en þær hljómsveitir afrekuðu það verða í fyrsta og öðru sæti í Wacken Metal keppninni sem haldin var nýlega.
DAUÐAROKK!!!!!!!
Kveðja Gunni Tromm