Enslaved - Kynning Enslaved – er hljómsveit sem eru búnir að vera lengi í bransanum. Enslaved koma frá noregi og spila Viking metal á háum staðla…..
Enslaved ætla væntanlega að koma til landsins í júní (það stendur meir um það neðar)….

Hér er bara smá kynning á þessari frábæru hljómsveit…..


Þetta byrjaði allt árið 1990 af Grutle Kjellsin, Ivar Bjornson og Trym Torsson, þeir byrjuðu undir nafninu PHOBIA og spiluðu þeir doom/deathmetal þeir hættu síðan.
Phobia gáfu út 2 demo……….

Ivar og Grutle vildu halda áfram og stofnuðu nýja hljómsveit. Þeir fengu svo Trym til að koma og spila með þeim. Það var ENSLAVED………
Enslaved nafnið er komið frá laginu með Immortal - Enslaved in the root………

Eftir 6 mánuði af spilamennsku fóru Enslaved first í stúdíó og tóku upp 2 laga promo plötu. Þessi promo plata þótti afar léleg og var aðeins gefin út í 50 eintökum, Enslaved datt ekki einusinni í hug að hljóðblanda plötuna……….

Árið 1992 fóru Enslaved svo aftur í stúdíó og tóku upp 5 laga demo sem ber nafnið “yggdrasill” Þetta þótti frábært demo. Og varð til þess að Enslaved komust á plötusamning hjá Deathlike Silence Records og seinn var þetta endurútgefið sem spilt record með Satyricon…..

Árið 1994 gúfu svo Enslaved út sína fyrstu breiðskífu “Vikingligr Veldi” á þeim disk voru 5 lög. Sá diskur var gefin út af Deathlike Silence og var Pródúseraður af Enslaved sjálfum og einnig Helhammer (mayhem) sem pródúseraði trommurnar…….

Sama ár 1994 gáfu Enslaved út sína aðra breiðskífu “Frost” hún var gefin út af Grieghallen Studios. Skífan innihélt 9 lög og var pródúseruð af Enslaved………

Svo liðu 3 ár þar til næsta plata kom. “Eld” Platan tók langan tíma að taka upp og gera vegna þess að Trym hætti í bandinu. Í stað hans kom annar trommari að nafninu Harald Helgeson. Á þeirri plötu var að finna 7 lög. Platan var tekinn upp Grieghallen Studios og Pródúseruð af Enslaved

Næsta ár hætti Harald í hljómsveitinni og í stað hans kom núverandi trommari hljómsveitarinnar Dirge Rep. Einnig bættist nýr meðlimur í hópinn sem annar gítarleikari R.Kronheim………

Sama ár 1998 gáfu Enslaved út nýja plötu Bloodhemn. Sú plata innihélt 9 lög og var tekinn upp í Abbys Studios. Platan var pródúseruð af enslaved…………….

Síðan liðu 2 ár og þá kom út að mínu mati mesta snilldin “MARDRAUM”. Platan inniheldur 11 lög. Platan var tekin upp í Abbys Studios og pródúseruð af Enslaved
Sama meðlamaskipun er á þeirri plötu og var á Bloodhemn……..

Svo er komið að núinu……

Árið 2001 gáfu Enslaved út þeirra nýjasta verk “monumension” Sú plata var pródúseruð af Enslaved og hefur fengið frábæra dóma og er FRÁBÆR plata…….


Enslaved er án efa ein besta Viking metal hljómsveitin í heiminum. Hljómsveitin er væntanleg til landsins þann 16 júní 2002… Tónleikarnir eru ekki staðfestir en eru mjög líklegir. Tónleikarnir verða haldnir á gauknum frá kl 5 – 9 (að mig minnir). Aldurstakmark verður ekkert þar sem að barinn verður lokaður á meðan tónleikunum stendur. Ekki er búið að áhveða upphitunar band en að öllum líkindum verða það Sólstafir sem taka einhver lög áður….

Heimasíða Enslaved er http://www.enslavedunion.com og er þar meðal annars allt um bandið og annað. Einnig er hægt að niðurhlaða einu demoinu “yggdrasill”…….

Ég áhvað bara að gera þessa grein til að kynna hljómsveitina aðeins fyrir þeim sem ekki þekkja til þessarar frábæru hljómsveit……



HjaltiG