Eistnaflug offvenue á Rauða Torginu Facebook event - http://www.facebook.com/event.php?eid=215252471841771


Rokk og ról á Rauða Torginu á Eistnaflugi.

OFF VENUE Á RAUÐA TORGINU 7. -9. JÚLÍ.

Fimmtudagur

20:00

Oni
Oni var stofnuð seinnipart árs 2010 með það markmið eitt að spila góðan metal og eru meðlimir 4 talsins. Útkoman varð nokkuð þétt blanda af Sludge/Progressive metal. Ef nefna má áhrifavalda þá ber hæst að nefna Opeth, Dream Theater, Mastodon, Baroness o.fl.

21:00

Urð
Urð var stofnuð haustið 2009 eftir að meðlimir urðu fyrir hugljómun á Eistnaflugi. Urð spilaði í fyrsta skipti opinberlega um jólin 2009 og hefur talsvert spilað opinberlega síðan þá, m.a. á Eistnaflugi 2010. Urð er powertríó sem spilar grípandi metal með áhrifum úr ýmsum áttum: klassísku þungarokki, proggi og dauðarokki. Urð vinnur nú að upptökum á sinni fyrstu plötu. Sveitina skipa; Sigurður Ólafsson-Gítar og söngur, Jón Hafliði Sigurjónsson-Bassi og Orri Smárason- Trommur.

Föstudagur

00:00
Miðnæturtónleikar með hljómsveitinni Myrká sem heldur svo uppi sveittri rokk ball stemningu fram á nótt !!

Laugardagur

19:00

Dynfari
Black metal band sem leggur mikla áherslu á atmosphere og tilfinningu. Þrátt fyrir það má vel finna í tónlistinni þá keyrslu og djöfulgang sem einkennir black metal.

20:10

Sacrilege
Death metal band sem hefur starfað frá árinu 2009. Í upphafi gætti mikilla old-school áhrifa en seinna meir hefur þróast meiri tekník í tónlistina ásamt doom áhrifum.

FRÍTT INN AÐ SJÁLFSÖGÐU OG 18 ÁRA ALDURSTAKMARK !!

Hér að ofan er svo vönduð ja.is + paint mynd til að sýna staðsetninguna.
Egilsbúð fjólublá
Rauða Torgið rautt
Basically við hliðina á kirkjunni, sem er í næstu götu við Egilsbúð, nær djammtjaldsvæðinu.


Upplýsingar um þessa tónleikarunu munu líklega rata í Eistnaflugsbæklinginn sem verður væntanlega hægt að nálgast á svæðinu.