STEELHEART Á ÍSLANDI
- Stórtónleikar á Nasa 8. júní 2011
Miðasala er á http://midi.is/tonleikar/1/6472
Bandaríska “hár-metal” hljómsveitin Steelheart stimplaði sig rækilega inn í tónlistarsöguna í kringum 1990 þegar hún gaf frá sér frumburð sinn Steelheart sem rokseldist um heim allan. Ofurballaðan “She’s Gone”, sem sýnir hið nánast ofurmannlega raddsvið söngvarans Miljenko “Mili” Matijevic skaust í fyrsta sætið á vinsældarlistum útum allan heim og tórði þar í 17 vikur. Smáskífan “I’ll Never Let You Go” sem fylgdi í kjölfarið náði einnig gríðarlegum vinsældum og var annað mest umbeðna lagið á MTV á þeim tíma. Önnur lög eins og “Can’t Stop Me From Loving You” og “Everybody Loves Eileen” nutu einnig mikilla vinsælda.
She's Gone
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ICJs1CxCRt0
I'll Never Let you go
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=F-nyeiKk35M
1992 kom út hin meira rokkaðari plata “Tangled in Rains” með lög eins og “Sticky Side Up”, “Dancing in the Fire”, “Steelheart” og hina gullfallegu ballöðu “Mama Don’t You Cry”. Platan Wait kom svo út 1996 en var ekki eins vel tekið enda rokktónlistarlandslagið mikið breytt með allsherjarinnreið gruggsins nokkrum árum áður.
Sticky Side UP
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=reLEmg0_3Zo
En, tímar breytast og 2001 var Mili fenginn til að syngja fyrir leikarann Mark Wahlberg í bandarísku myndinni “Rock Star”. Tónlist hljómsveitarinnar sem myndin er um, Steel Dragon, hitti alveg í mark, meðal annars með lagi Steelheart “We All Die Young”, sem kom út á “Wait” fimm árum áður, svo og laginu “Stand Up And Shout”.
We All Die Young
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Kytej72YH20
Þrátt fyrir þennan meðbyr þurftu aðdáendur sveitarinnar þó að bíða til 2008 eftir nýrri breiðskífu þegar hin Led Zeppelin innblásna plata Good 2B Alive kom út. Bið rokkþyrstra Íslendinga til þess að sjá bandið spila er þó brátt á enda en sveitin kemur til Íslands á ferðalagi þeirra til Svíþjóðar, þar sem hún mun spila tveimur dögum síðar á stærstu þungarokkshátíð Norðurlandanna Sweden Rock Festival.
Upplýsingar um tónleikana
Staður: Nasa
Dagsetning: 8. júní 2011
Húsið opnar 19:00
Byrjar 20:00
Aldurstakmark: 20
Miðaverð: 3.500
Upphitun
Þrjár íslenskar sveitir hafa verið valdar til að hita upp fyrir Steelheart en þær eru:
Dúndurfréttir
Sem er tvímælalaust ein af fremstu classic rock sveitum landsins. Flutningur þeirra á perlum rokksins hefur í hvarvetna tekist alveg óaðfinnanlega og má búast við rokkuðu setti frá þeim við þetta tilefni.
Exizt
Bjartasta von Íslands í hardrokkinu um það leyti sem Steelheart var að gera allt vitlaust. Hituðu upp fyrir Iron Maiden þegar þeir spiluðu hérna í Laugardalshöllinni 1991. Sveitin er nýkomin saman aftur eftir margra ára hlé með nýjan frábæran söngvara í farteskinu.
Atrum
Sigurvegarar Wacken Metal Battle hljómsveitakeppninnar. Munu spila á stærstu þungarokkshátíð heims í sumar, Wacken Open Air. Eru við það að gefa út sína fyrstu plötu sem á eftir að marka djúp spor í íslenska þungarokkssögu.
Resting Mind concerts