Nýja hljómplata víkinga-málm-rokksveitinni Skálmaldar markar tímamót íslenskri tónlistarsögu. Þeir, sem enn hafa ekki barið þessa rammíslensku ómvíkinga augum og eyrum á tónleikum eru eindregið hvattir að gera hið snarasta. Þeir eru nú komnir í flokk með Björk, Sigurrós, Jónsa og Emilíönu. Sjáið bara til.
Unnendur málmgjalladi víkingarokks skipta milljónum í hinum stóra heimi enda stefna þessir víkingar ótrauðir á útrás. Já, þið lásuð rétt: Útrás!
Skálmöld hefur þegar fengið boð um að spila á tónlistarhátiðinni í Wacken á næsta haustjafndægri.
Þar mun verða um að ræða alvöru útrás, sem ekki byggist eingöngu á væntingum og loftköstulum. Þeir sem kaupa nýju plötuna og borga sig inn á tónleika með Skálmöld fá að upplifa raunverulega skálmöld. Víkingakvæði, rímnasöng, skínandi vopn, leðurbrynjur og skálmar, heitstreningar, ramman seið, blót og svita. Engin tár og tapaða milljarða. Hér fá menn að upplifa stolt, von um betri tíð, styrk og djöfrung hins unga víkings. Tónlist Skálmaldar er heiðarleg og sönn íslensk tónlist. Er hægt að biðja um meira?
Öll umgjörð plötunnar, hugmyndasmíði, tónlist, útsetningar, upptökur og ekki síst plötualbúmið sjálft er hreint listaverk og mikið í lagt. Þessi plata á eftir að vekja íslensku þjóðina upp af svefni liðleskjunnar.
Ég óska Skálmöd innilega til hamingju með þessa frábæru plötu, sem heitir einfaldlega “Baldur”. Baldur er mættur á svæðið og boðar betri tíð.