Vintersorg
Vintersorg byrjaði sem fullskipuð hljómsveit undir nafninu Vargatron (wolfthrone) árið 94, Takmarkið var að blanda saman hreinum söng, kassagítari og þungum riffum.
Vargatron hættu eftir töluverðar mannabreytingar, og Vintersorg ákvað að halda áfram sjálfur og spila á öll hljóðfærin.
Vintersorg spilar Vikingmetal. Hann er frekar hrár og ótrúlega melódískur. Þetta er tónlist sem ég er alveg að falla fyrir. Lögin skipta úr rólegri melódískri kassagítar tónlist yfir í þungt metal með grimmri röddu. Vintersorg hefur gefið út 4 diska (1 mini disk og 3 breiðskífur).
“Hedniskhjärtad”
Árið 1998 gaf Vintersorg út mini diskinn Hedniskhjärtad (Paganheart). Sá diskur var tekinn upp í Spiff Studios og Wolf's Lair. Tveir Gesta tónlistarmenn eru á disknum. En það eru Vargher (Hljóðgervill) og Cia Hedmark (söngur í laginu “Stilla”). Þetta var frumraun Vintersorg. Og tókst þessi diskur alveg ágætlega, enda frábær diskur.
Lagalisti á Hedniskhjärtad
1. Norrland
2. Stilla
3. Norrskensdrömmar
4. Hednaorden
5. Tussmörkret
“Till Fjälls”
Ári eftir að Vintersorg gaf út diskinn Hedniskhjärta, árið 1999 gaf hann út sína fyrstu breiðskífu (þ.e.a.s. disk í fullri lengd), “Till Fjälls”(Up in the Mountains). Diskurinn var mest allur tekinn upp í Ballerina Audio árið 1998. En trommur og hljóðgervillinn teknir í Wolf's Lair hljóðverinu. Á diskinum voru margir gesta tónlistamenn og þar ber að nefna Vargher (á hljóðgervill) en hann var einnig á Hedniskhjärtad, Cia Hedmark (söngur),
Andreas Frank (lead gítar á “För kung Och Fosterland” og “Asatider) og Nils Johansson (á auka hljómborði). Þessi diskur er hreint meistaraverk.
Lagalisti á Till Fjälls
1. Rundans
2. För Kung Och Fosterland
3. Vildmarkens Förtrollande Stämmor
4. Till Fjälls
5. Urberget, Äldst Av Troner
6. Hednad I Ulvermånens Tecken
7. Jökeln
8. Isjungfrun
9. Asatider
10. Fångad Utav Nordens Själ
“Ödemarkens Son”
Næsta ár 1999 gaf Vintersorg út sína aðra breiðskífu Ödemarkens Son (Son of the Wilderness). Diskurinn var tekinn up í Ballerina Audio og Wolf´s Lair hljóðverinu, Diskurinn var pródúsaður af Vintersorg sjálfum. Diskurinn sýnir vel hvernig Vintersorg hefur þróast og það í rétta átt. Breytingar urðu á tónlistinni og t.d fékk hann fiðluleikara í lögin sem mér finnst koma mjög vel út. Það eru nokkrir gestatónlistamenn sem eru á hinum diskunum en þar ber að nefna. Vargher (hljóðgervill) Cia Hedmark (söngur) þau hafa verið frá upphafi. Einnig kemur Andreas Frank (lead gítar á lögum 1,5,8,9) en hann var einnig á “Till Fjälls”
Diskurinn er Frábær einsog allir diskar Vintersorg, á disknum sést ástríða Vintersorg fyrir Folks tónlistinni vel á köflum.
Lagalisti á Ödemarkens Son
1. När Alver Sina Runor Sjungit
2. Svältvinter
3. Under Norrskenets Fallande Ljusspel
4. Månskensmän
5. Ödemarkens Son
6. Trollbunden
7. Offerbäcken
8. I Den Trolska Dalens Hjärta
9. På Landet
“Cosmic Generis”
Næsta ár (2000) kom út nýjasti diskur Vintersorg “Cosmic Genesis” Sá diskur hafði nokkrar breytingar til dæmis, var Vintersorg ekki eini maðurinn í Bandinu heldur kom inn nýr meðlimur gítarleikari að nafninu Mattias Marklund. Á þessum disk vildi Vintersorg kanna nýjar víddir til að halda ferðinni áfram, diskurinn var þéttari, og ágjarnari en hinir diskarnir og víðara raddsvið. Diskurinn var tekinn upp í Ballerina Audio og Seven Stars árið 2000. Diskurinn var pródúseraður af Vintersorg og Mattias.
Á diskinum er aðeins einn gestatónlistamenn en það er Nils Johansson (einnig á Till Fjäll) á auka hljóðgervili. Þessi diskur er Meistaraverk.
Lagalisti á “Cosmic Generis”
1. Astral and Arcane
2. Algol
3. A Dialogue With The Stars
4. Cosmic Genesis
5. Om Regnbågen Materialiserades
6. Ars Memorativa
7. Rainbow Demon
8. Naturens Galleri
9. The Enigmatic Spirit
Fréttir og annað.
Vintersorg eru að fara að gefa út nýjan disk sem mun bera nafnið “Visions from the spiral generator” á henni mun Asgeir Mickelson (meðlimur Borknagar) tromma.
Þá er líka kominn lagalisti yfir nýja diskinn. Og verða 7 lög á disknum. Diskurinn færir Vintersorg nær sínu upprunalega takmarki. Engar fréttir eru um hvenær diskurinn kemur en það er vonandi á þessu ári. Væntanlega í haust.
Vintersorg er nýji söngvari Borknagar, og söng á nýja disknum. Vintersorg sem sjálfur er sænskur. Er þá búinn að breyta hinni norsku blackmetalsveit í Norsk/sænska.
Vintersorg og Mattias hafa ætíð verið með side protject og var eitt þeirra (sem þeri voru báðir í) að hætta. Það band hét Otyg.