Rétt er það. Momentum hafa lokið við gerð sinnar nýjustu plötu. Platan ber nafnið ‘Fixation, at Rest’. Hún inniheldur 9 lög og spannar rúmlega 50 mínútur. Platan var tekin upp í Island Studios í Vestmannaeyjum í júlí 2009. Upptökur voru í höndum Axel “Flex” Árnasonar. Hluti af plötunni var einnig tekin upp af Momentum í Stúdíó Njallinn(ef stúdio mætti kalla ) Platan var mixuð og masteruð í Stúdío ReFlex, einnig af honum Flex. Um 2 ár eru liðin frá því að fyrst var farið að semja efni á plötuna og því ekki hjá því komist að við strákarnir brosum fram að eyrum þessa dagana. Á næstunni koma einhverskonar hljóðdæmi á netið ásamt einhverju “studiofootage” og þess háttar. Að svo stöddu getum við hins vegar ekki tjáð hvenær gripurinn verður gefinn út. Nánari upplýsingar síðar. Góðar stundir!
1. Metamorphose
2. Holding Back
3. Red Silence
4. The Conduits Lead
5. As The Skies Break
6. Prosthetic Sea
7. The Eye That Leads The Way
8. Inspiration
9. Fixation, at Rest
Hefur sveitin sett á netið eitt lag af þessari plötu. Lagið The Conduits Lead. Tékkið á því hérna:
http://momentum.bandcamp.com/
Resting Mind concerts