Dio varð frægur hér í den þegar hann söng með ekki ófrægari sveitum en Rainbow og Black Sabbath. Svo gaf hann út (og gerir enn) sóló-plötur sem sköpuðu honum miklar vinsældir. Platan Holy Diver frá 1983 er líklegast sú þekktasta, en hann hefur gefið út einar 8 sólóplötur, þar af síðast árið 2000 með Magica. Hann er svo að vinna að nýrri plötu núna, sem á að koma út í maí.
Það sem gerir Dio einnig merkilegan var að á tímabili (löngu tímabili) var hann þekktur sem “The Voice of Metal”, s.s. einn dáðasti söngvarinn í metalnum, sem er alveg hárrétt því maðurinn er með mikla og góða söngrödd.
Þið getið chekkað á heimasíðunni hans:
http://www.ronniejamesdio.com/
fyrir meira info
Resting Mind concerts