Restingmind Concerts kynnir með gríðarlegu stolti:
WACKEN OPEN AIR - METAL BATTLE 2010 á ÍSLANDI!
Wacken er nafnið á litlum smábæ í Norður-Þýskalandi sem á hverju sumri umturnast í einn allsherjar risa þungarokksbæ þegar Wacken : Open : Air hátíðin er haldin. Fyrstu helgina í ágúst þjarka þar inn fyrir bæjarmörkin 80.000 gestir hvaðanæva úr heiminum til að hlusta á kanónur þungarokksins spila. Hefur þessi hátíð verið haldin sleitulaust síðan 1990 og er af mörgum talin Mekka allra þungarokkshátíða.
Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa á síðustu árum gefið fjöldanum öllum af ungum og efnilegum hljómsveitum tækifæri til að koma og spila á hátíðinni og settu í því skyni hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle á laggirnar árið 2004. Sigursveit hennar hlýtur m.a. að launum hljómplötusamning, fullt af græjum og hljóðfærum og heiðurinn af því að spila aftur á hátíðinni árið eftir á mun betri stað í prógramminu.
Keppnin hefur vaxið jafnt og þétt frá 2004 og í ár munu 26 þjóðir halda undankeppnir í sínu landi og verður Ísland þar á meðal í annað sinn. Sigursveitin í hverju landi fyrir sig fyrir sig hlýtur að launum þátttökurétt í lokakeppninni á Wacken.
Sigurhljómsveitin í undankeppninni er valin af dómnefnd, en hvorki meira né minna en 6 erlendir aðilar, blaðamenn, umboðsmenn og tónleikahaldarar koma til landsins til að skipa hina 10 manna dómefnd, þar á meðal yfirmaður keppninnar frá Þýskalandi.
Sveitirnar sem munu bítast um hnossið í ár eru svo sannarlega með því besta sem landið hefur upp á að bjóða í þungarokkinu:
GONE POSTAL - http://www.reverbnation.com/gonepostal
CARPE NOCTEM - http://www.reverbnation.com/carpenoctemiceland
GRUESOME GLORY - http://www.reverbnation.com/gruesomeglory
WISTARIA - http://www.reverbnation.com/wistaria
UNIVERSAL TRAGEDY - http://www.reverbnation.com/universaltragedy
SEVERED CROTCH - http://www.reverbnation.com/severedcrotch
ATRUM - http://www.reverbnation.com/atrum
Að auki koma fram tvær gestasveitir:
BENEATH - http://www.reverbnation.com/beneathmetal, sigurvegararnir frá því í fyrra og
MOMENTUM - http://www.reverbnation.com/momentumiceland, sem eru að koma fram í fyrsta sinn á þessu ári.
Það er því sannkölluð þungarokksveisla hér á ferðinni og tvímælalaust einn af stærstu viðburðunum í þessum geira í ár, enda verður Sódóma færður í sérstakan búning, leigður inn auka lýsingarbúnaður og allt gert til að viðburðurinn verði sem flottastur.
BAKHJARLAR
Nokkrir aðilar styðja við bakið á þessari hátíð á einn eða annan hátt og eru þeir:
Rás 2
Tuborg
Tónabúðin / Hljóðfærahúsið
Hrói Höttur
Livescenen.dk
Sódóma Reykjavík
TÍMASETNINGAR OG NÁNARI UPPLÝSINGAR
Húsið opnar kl 20.00, tónleikar hefjast kl 20.45.
Aldurstakmark: 18 ára.
Miðaverð: 1.300 kr.
Gestasveitir (ekki alveg niðurnelgt með gestasveitirnar)
01:10 - Momentum
00:25 - Beneath
Metal Battle
23:45 - Gone Postal
23:15 - Carpe Noctem
22:45 - Gruesome Glory
22:15 - Wistaria
21:45 - Universal Tragedy
21:15 - Severed Crotch
20:45 - Atrum
Miðasalan er í fullu fjöri á http://midi.is/tonleikar/1/5878/
KYNNING Á HLJÓMSVEITUNUM
Nafn sveitar: ATRUM
Stefna: Black/Death Metal
Atrum var stofnuð 2005 í Hafnarfirði og skapaði sér fljótlega nafn fyrir kröftugar lagasmíðar og live frammistöðu. Hefur sveitin hitað upp fyrir erlendu hljómsveitirnar The Black Dahlia Murder, Zero Hour og Contradiction. Sveitin er að vinna að hljóðritun á 6 laga EP plötunni Opus Victum í Studio Fossland, plötu sem á eftir að vekja gríðarlega athygli í íslenskum metal. Bíðiði bara!
Heimasíða: www.myspace.com/atrumiceland
Nafn sveitar: CARPE NOCTEM
Stefna: Black Metal
Carpe Noctem, sem var stofnuð 2005 hefur hin síðustu ár verið að skapa sér stórt nafn sem ein af fremstu black metal sveitum landsins. Ekki síst er það fyrir tilstuðlan innilegrar sviðsframkomu þar sem ekkert er dregið úr hinu dökka svartmálmsútliti og norsku áhrifavöldunum ekkert gefið eftir á þeim bænum. Sveitin syngur á íslensku þar sem textar sveitarinnar rífa í sig kristindóminn ásamt því að vitna í norræn goðafræði, heimsendaspádóma og íslenskan svartagaldur.
Heimasíða: http://www.myspace.com/carpenoctemiceland
Nafn sveitar: GONE POSTAL
Stefna: Dauðarokk / Grindcore
Gone Postal var stofnuð 2007 og hefur síðan stimplað sig allrækilega inn sem ein af frambærilegustu metalsveitum landsins. Sveitin gaf út breiðskífuna In the Depths of Despair 2008 sem var alveg gríðarlega vel tekið. Hefur sveitin hitað upp fyrir erlendu sveitirnar Entombed, Misery Index og Týr ásamt því að spila með Sororicide og Sólstöfum. Sveitin fagnar líka því að vera orðin 5 manna sveit aftur með tilkomu nýs gítarleikara.
Heimasíða: www.myspace.com/gonepostalmetal
Nafn sveitar: GRUESOME GLORY
Stefna: Teknískt dauðarokk
Gruesome Glory var stofnuð síðla ársins 2008, þó þeir hafi ekki byrjað að æfa fyrr en á vormánuðum 2009. Þessir Akureyrsku piltar voru hins vegar ekkert að tvínóna við hlutina heldur tóku snemma upp efni sem sló rækilega í gegn. Fyrr en varið höfðu þeir alloft gert sér ferð suður um heiðar og spilað sig kyrfilega inn í metalsenuna við frábæran orðstír. Gríðarlega efnilegt band hér á ferðinni.
Heimasíða: http://www.myspace.com/gruesomeglory
Nafn sveitar: SEVERED CROTCH
Stefna: Teknískt dauðarokk
Sveitin var stofnuð 2004 úr ösku tveggja banda Lack of Trust og Nocturn. Sveitin gaf út EP plötuna Soul Cremation 2007 og hljóðritaði svo þriggja laga promo disk síðar sama ár. Á sínum 6 ára ferli hefur sveitin áunnið sér stóran aðdáendahóp og verið þekkt fyrir gríðarlega þétta tónleikaframmistöðu. Hefur sveitin hitað upp fyrir fjöldann allan af erlendum sveitum, m.a. Amon Amarth, Municipal Waste, Rotting Christ, Finntroll, Mercenary, Burnt By the Sun, Zero Hour og einnig sjálfa Cannibal Corpse.
Heimasíða: www.myspace.com/severedcrotch
Nafn sveitar: UNIVERSAL TRAGEDY
Stefna: Dauðarokk
Universal Tragedy var stofnuð í Reykjavík í lok 2007 úr ösku þriggja annarra sveita. Sveitin var framaf skipuð tveimur söngvörum, en náði ekki að skapa sér almennilega nafn í íslensku metalsenunni. Það breyttist hins vegar allt í byrjun þessa árs þegar drengirnir hljóðritaðu promodiskinn The Truth Beholds Deception. Var lögum af disknum mjög vel tekið og sveitinni hrósað fyrir þessa “endurfæðingu” hennar en framtíðin er vissulega björt ef þeir halda á fram á þessari siglingu.
Heimasíða: www.myspace.com/universaltragedy
Nafn sveitar: WISTARIA
Stefna: Melódískt dauðarokk / metalcore
Sveitin var stofnuð í kringum 2006 undir nafninu Odium sem síðar var breytt í Wistaria. Sveitin hefur verið að koma mjög sterk inn í senuna síðastliðin ár, sérstaklega eftir að hún gaf út EP plötuna Beneath the Wistaria 2008 og hefur hún m.a. hitað upp fyrir The Black Dahlia Murder. Sveitin tók þátt í Global Battle of the Bands 2010 og landaði öðru sætinu þar með gríðarþéttri spilamennsku. Sveitin stendur í upptökum um þessar mundir á sinni annarri plötu.
Heimasíða: www.myspace.com/wistariatheband
Resting Mind concerts