Pestilence er tvímælalaust ein áhrifamesta sveit dauðarokksins fyrr og síðar. Hún var stofnuð um miðjan níunda áratug síðustu aldar þegar dauðarokkið var að stíga sín fyrstu skref og var meðal fyrstu sveita til að færa dauðarokkið yfir til Evrópu. Fyrsta plata sveitarinnar Malleus Maleficarum sem kom út 1988 markaði djúpstæð spor í metalsenunni og nafn sveitarinnar breiddist út með miklu hraði. Sveitinni tókst að blanda óbeisluðum krafti, hryllingslegu myndmáli og fullkomnun hljóðfæraleik saman í tónlistarlegan kokteil sem var óneitanlega brautryðjandi í tónlistarheiminum.
Plöturnar sem fylgdu í kjölfarið, meistaraverkin Consuming Impulse frá 1989 og Testimony of the Ancients frá 1991, var gríðarlega vel tekið á alþjóðavísu og hjálpuðu til við að festa dauðarokkið kyrfilega í sessi sem undirgrein þungarokksins. Stuttu eftir að fjórða plata sveitarinnar, Spheres, kom út 1993, hvarf bandið hins vegar af sjónarsviðinu e.t.v. vegna misgóðra undirtekta þeirrar plötu en hún blandaði fusion pælingum inn í dauðarokkið. Þrátt fyrir að hafa fallið í misgrýttan jarðveg á þeim tíma, þá hefur þessari plötu verið síðan lýst sem djörfu verki langt á undan sinni samtíð.
Sveitin rauf 15 ára þögn sína þegar hún gaf út hina stórgóðu plötu Resurrection Macabre í fyrra. Á henni sýnir sveitin að hún hefur engu gleymt og á fullt erindi í dauðarokki nútímans og var mjög vel tekið af gagnrýnendum. Var henni í kjölfarið boðið að spila á m.a. Hellfest 2009, þar sem hún fór á kostum. Sveitin hefur gengið fyllilega í endurnýjun lífdaga og hefur spilað útum allan heim síðan hún kom aftur fram á sjónarsviðið og mun koma við á Íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna þar sem hún mun co-headline'a Maryland DeathFest tónlistarhátíðina og í kjölfarið túra um Bandaríkin.
Miðasala hefst 15. mars á midi.is og í verslunum Skífunnar.
Tilkynnt verður um miðaverð og upphitunarhljómsveitir þegar nær dregur.
Umsögn um Resurrection Macabre á Harðkjarna
Pestilence Facebook Event
Pestilence - Devouring Frenzy af Resurection Macabre plötunni
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=j0AOaCNXygA
Resting Mind concerts