WWW.ANDKRISTNI.IS
Fyrst af öllu þá langar mig að tilkynna með stolti opnun nýrrar vefsíðu okkar Andkristnimanna en síðan og öll grafíkvinna var hönnuð af snillingnum Hauki Hannesi Reynissyni.
Síðan verður uppfærð ört á næstu dögum þar sem upplýsingar og kynningarefni eru að detta í hús, en einnig verður vefverslunarhluti Andkristnisíðunnar opinn öllum íslenskum sveitum sem hafa áhuga á því að kynna sitt efni þar ásamt varningi frá Andkristnihátíðinni sjálfri. Eins ber að nefna að við erum komin í samstarf við ferðaskrifstofuna Express Travel, www.expresstravel.is, en það góða fólk er að taka saman fyrir okkur ferðapakka fyrir erlenda gesti hátíðarinnar sem verða tilkynntir sérstaklega á næstu dögum. Það verður því kjörið tækifæri fyrir hljómsveitir hátíðarinnar að bjóða erlendum aðdáendum sínum til að koma og taka þátt í þessu með okkur.
FERÐAPAKKARNIR ERU KOMNIR Í LOFTIÐ!
http://www.expresstravel.is/Events/AntichristianFestival
Við ákváðum að bíða með að tilkynna lineup hátíðarinnar þar til vefsetur okkar færi í loftið, en það er búið að vera klárt í nokkurn tíma, en það er svo sannarlega eitthvað sem við erum stoltir af. Ásamt tveimur stórkostlegum erlendum böndum, þá státar hátíðin af 10 íslenskum þungarokkshljómsveitum sem allar eru í heimsklassa og það er óhætt að segja að lineupið sé eitthvað það alsterkasta sem boðið hefur verið uppá hérlendis á þungarokkstónleikum.
ROTTING CHRIST (Gre)
www.myspace.com/rottingchristabyss
HATE (Pol)
www.myspace.com/hatepoland
SÓLSTAFIR
www.myspace.com/solstafir
SORORICIDE
www.myspace.com/sororicideice
Beneath
http://www.myspace.com/beneathdeathmetal
Atrum
http://www.myspace.com/atrumiceland
Severed Crotch
http://www.myspace.com/severedcrotch
Svartidauði
http://www.myspace.com/svartidaudi
Gone Postal
http://www.myspace.com/gonepostalmetal
Bastard
http://www.myspace.com/heavymetalbastard
Chao
http://www.myspace.com/chaobm
Gruesome Glory
http://www.myspace.com/gruesomeglory
Um verður að ræða 2 headliner sveitir hvort kvöld og 4 upphitunarbönd, en endanlegt running order verður birt mjög fljótlega en miðasala er hafin á þennan stórviðburð.
Báðir tónleikar verða haldnir á Sódómu Reykjavík og það er 18 ára aldurstakmark inn á báða tónleika, en engu mun verða til sparað til að gera tónleikana sem glæsilegasta, ásamt því að það verður boðið upp á mikið magn diska og varnings á staðnum. Takið því frá helgina 9. - 10. apríl og takið þátt í hátíðarhöldunum með okkur hérna í Reykjavík, því þetta verður helgi þar sem íslenskt- sem og erlent þungarokk verður í hávegum haft!
Fylgist með þræðinum og síðum okkar á komandi dögum!
LIFI ANDKRISTNIHÁTÍÐ!
Forsala aðgöngumiða á midi.is!
http://midi.is/tonleikar/1/5868
Andkristnihátíð - FESTIVAL PASS 7.200 kr.
09.04.10 - Föstudagur 21:00 Hate (Pol) - Sólstafir (Ice) + Support 3.800 kr.
10.04.10 - Laugardagur 21:00 Rotting Christ (Gre) - Sororicide (Ice) + Support 3.800 kr.
Ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri þá bendi ég á póstfang hátíðarinnar:
andkristni[at]internet.is
Resting Mind concerts