Update!
Þar sem Grand Rokk lokaði sér skyndilega (tímabundið) varð að skella í snöggar reddingar á húsnæðismálum fyrir planaða tónleika þannig að þetta verður svona:
Föstudagur 19. Mars
SÓDÓMA REYKJAVÍK
URFAUST
ATRUM
CHAO
LAUGARDAGUR 20. MARS
TÞM
URFAUST
SVARTIDAUÐI
CARPE NOCTEM
Flókið neinei - all ages giggið skiptir um kvöld og bargiggið færist á sódómu!
Mikil hamingja að hægt var að redda þessu með stuttum fyrirvara.
Urfaust menn eru spenntir fyrir tónleikum og íslandsheimsókn. Ekki síst þar sem Urfaust spila ekki á tónleikum nema einu sinni á ári í mesta lagi.
Willem - gítar/söngur - hefur reyndar heimsótt ísland nokkuð oft og flækst um fjöll og ísa en vinur minn Jim -sem lemur húðir - hefur aldrei komið hingað áður.
Þeir koma með eigin atvinnuhljóðmann með sér þannig að hljómurinn verður á hreinu þessi kvöld.
Urfaust létu gera sérstaka boli fyrir íslandsferðina og verða auðvitað með annan varning.
Þetta verður þungarokksupplifun.