Wacken Metal Battle hljómsveitakeppnin - Sveitir tilkynntar Þá er komið í ljós hvaða sveitir hlutu náð fyrir dómnefnd og voru valdar til að etja kappi í íslensku undankeppni alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Wacken Metal Battle 2010. Alls sóttu 16 hljómsveitir um að fá að spila í ár. Sveitirnar eru (í stafrófsröð):

ATRUM - www.myspace.com/atrumiceland, www.reverbnation.com/atrum

CARPE NOCTEM - www.myspace.com/carpenoctemiceland, www.reverbnation.com/carpenoctemiceland

GONE POSTAL - www.myspace.com/gonepostalmetal, www.reverbnation.com/gonepostal

GRUESOME GLORY - www.myspace.com/gruesomeglory, www.reverbnation.com/gruesomeglory

SEVERED CROTCH - www.myspace.com/severedcrotch, www.reverbnation.com/severedcrotch

UNIVERSAL TRAGEDY - www.myspace.com/universaltragedy, www.reverbnation.com/universaltragedy

WISTARIA - www.myspace.com/wistariatheband, www.reverbnation.com/wistaria

Dómnefndin sem sá um valið samanstóð af 5 aðilum frá erlendum tímaritum, bókunar-, umboðsskrifstofu- og tónleikafyrirtækjum og 3 innlendum aðilum.

Wacken Metal Battle fer fram laugardaginn 13. mars á Sódóma Reykjavík. Sigurvegari kvöldsins hlýtur þátttökurétt í lokakeppni Metal Battle keppninnar á Wacken Open Air hátíðinni í Þýskalandi í ágúst.

Þessi viðburður verður með hinu allra glæsilegasta móti, því til landsins koma 8 virtir erlendir gestir, þar af 6 sem munu sitja í dómnefnd. Meðal þeirra er yfirmaður Wacken Metal Battle frá Þýskalandi, sem einnig er yfirmaður hjá Wacken hátíðinni. Hinir gestirnir telja m.a. 3 blaðamenn og yfirmenn umboðs-, bókunarskrifstofu- og tónleikafyrirtækja, þar af 2 sem sjá um sínar eigin alþjóðlegu þungarokkshátíðir.

Tímaritin sem munu eiga fulltrúa þarna eru Scream Magazine frá Noregi og Aardschok Magazine frá Hollandi. Yfirmenn Eindhoven Metal Meeting (áður Arnhem Metal Meeting) og Aalborg Metal Festival verða þarna einnig ásamt fulltrúum frá TMR Music Promotions

Sjaldan ef ekki aldrei hefur íslenskur þungarokksviðburður fengið jafn mikla athygli hjá erlendri pressu. Möguleikar sveitanna til að láta á sér kræla á erlendri grundu eiga eftir að aukast mikið fyrir vikið.

Það verður gaman að vera þungarokkari 13. mars nk.

Facebook Event: http://www.facebook.com/event.php?eid=235041012179&ref=ts
Skráið ykkur!

kv,
Þorsteinn
Resting Mind concerts