Söngvarinn, Micael Andersson, er greinilega perla sem ekki hefur fengið að skína nógu vel í progheiminum, en hér er á ferðinni alveg þrusu söngvari. Hann minnir mig svolítið á samblöndu af Russel Allen úr Symphony X Jörn Lande hinum norska og Nils Patrik Johansson hinum sænska (úr Astral Doors og Wuthering Hights). Tónlistin er nokkuð hefðbundin melódískur progmetall og maður heyrir áhrif frá Dream Theater, Symphony X og fleirum. S.s. fátt nýtt hér undir sólinni, en þrátt fyrir það alveg frábær tónlist.
Sveitin hefur gefið út þrjár plötur, sú nýjasta heitir Global Drama og kom út 2008. Það er sú plata sem ég hef verið að tékka á núna.
Tékkið á þessum myndböndum
CLOUDSCAPE - Cloak & Daggers
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=DfmAyRWqyHY
Cloudscape - Mind Diary Frábært lag alveg hér á ferð!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1dTIM3OqLdQ
CLOUDSCAPE - Darkest Legacy
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=v0Imp4Ednt0
Resting Mind concerts