Mercenary – Everblack (melódískt dauðarokk)
http://www.mercenary.dk
Hammearheart Records, http://www.hammerheart.com
Útgáfudagur: 11. mars 2002

Það er hljómsveit ein með búsetur hérna í Álaborg þar sem ég bý sem heitir Mercenary. Þessi sveit spilar melódískt, en jafnframt brútalt death metal, með bæði brutal death söngvara og clean söngvara. Þessi sveit er að fara að gefa út sína aðra plötu núna 11. mars og hef ég verið þess heiðurs ánjótandi að hafa haft promo af þessari plötu í nokkurn tíma.

Tónlistin frá þessu bandi er einfaldlega frábær. Þetta er band sem mér finnst vera að komast í hóp þeirra allra bestu í þessum geira. Þeir spila á tímum virkilega þungt death metal með virkilega þungu gítarsándi (Machine Head, The Haunted) en flengja fullt af alveg hrikalega grípandi melódíum inn í mixið (Nevermore). Stundum er engu líkara en að hér væri um samsuðuprojekt milli Iron Maiden og The Haunted (if that makes any sense).

Ein sterkasta hliðin á bandinu er að mínu mati söngurinn. Söngvararnir syngja bæði til skiptis og einnig saman í nokkrum lögum og þeir ná alveg ótrúlega vel saman, með mjög flottum samhljóm. Í raun alveg eins og um einn söngvara væri að ræða. Hlustið bara á “Darkspeed” og “Bloodrush” til að heyra það. Everblack er önnur plata drengjanna í fullri lengd, en fyrsta platan með clean söngvara. Einnig bættu þeir við hljómborðsleikara fyrir þessa plötu, sem passar mjög vel inn í án þess að vera áberandi. Þótt þessi plata sé mjög melódísk, er hún jafnframt virkilega brútal.

Clean söngvarinn, Mikkel S. Pedersen, er algjör hvalreki fyrir sveitina. Þessi söngvari er frekar ungur og á bara eftir að verða betri. Reyndar minnir hann mig um mikið á Warrel Dane í Nevermore, hvað varðar að geta bæði sungið ultra hreint, og sett svo auka brutal kraft í sína hreinu rödd þegar á við. Sjá “Seize the Night”. Strákurinn er auk þess afburða gítarleikari þótt hann spili ekki á gítar í Mercenary, en það gerir hann í sveitinni Low Down, jafnframt að syngja. Low Down er Progressive Metal sveit og er mjög efnileg. Brútal söngvarinn, Kral, er einnig mjög fjölbreyttur, syngur bæði með virkilega hrárri brutal rödd, og getur svo mildað röddina inn á milli og “sungið”. Hljóðfæraleikur er allur með miklum ágætum. Gítarleikarinn, Signar, er mjög teknískur og hæfileikamaður mikill. Trommarinn er einnig mjög traustur. Hljómurinn er frábær, platan er próduceruð af Jacob Hansen í Aabenraa studios í Danmörku, sem hefur getið sér góðs orðs sem próducer og verið við stjórnvölinn á ófárri gæðaplötunni.

Þessi plata er svo heilsteypt að það er erfitt að benda á einhverja hluti sem standa uppúr… Eitt er víst að Mercenary eiga eftir að vera eitt af stóru nöfnunum í bransanum í náinni framtíð.

Highlight á plötunni (erfitt að velja þar sem öll lögin eru í það minnsta mjög góð):
Fyrir melódíkina: Seize the Night, Screaming for the Heavens, Rescue Me
Fyrir brutalinn: Dead.com, Darkspead, Bloodrush

Einkunn: 9,5/10

Hljóðdæmi er að finna á heimasíðu sveitarinnar.

Svona til gamans skelli ég hérna svo einni erlendri umsögn og neðst er yfirlit yfir þá dóma sem platan hefur verið að fá. Ekki amalegt þetta.


Review by Walls of Fire
(www.wallsoffire.com)

Mercenary - EverBlack (Melodic Death Metal)
Author's Rating: 5/5

Brilliant mixture of power, progressive and death metal!

Attention! What we've got here is undoubtedly one of the biggest surprises in the extreme scene in 2002! Mercenary hail from Denmark - a country not being among the best-known metal strongholds… but it surely will become one, having in mind the powerfull second release of the six-piece mentioned!
Mercenary offer us a catchy mixture of superb power-progressive metal combined with evil portions of brutal death metal. The unique symbiosis of the heavy riffing of the two guitarists Jakob and Signar (reminding Machine Head's rawness at one time, then Nevermore's dreamy landscapes at another, or even Dream Theater's virtuoso-passages), the guitar solo-masterpieces and Mikkel's high clean vocals (performed in the best prog-metal tradition), the malignant death-roars of bass player and main lyrics-writer Kral, the smashing drumming of Rasmus, the magic of Morten's keyboards and the unbelievable variety of the melodies and the music in general - all these turn “EverBlack” into an absolute metal hit right from the first listening. If we add to this picture the marvelous production done by Jacob Hansen (responsible for the sound of beasts like Ancient), as well as the obscure artwork by the no-need-to be-introduced painter Travis Smith (remeber all the beautiful layouts of some Nevermore, Death, Opeth and so on albums?)… Enough?
Well, enough or not, there's nothing more to be said or written. There's no need of discussing this CD. Just throw it in your player, turn the volume to the maximum and bang your head to death while the speakers burst out tracks like “Darkspeed”, “Screaming from the Heavens”, “A Darker Shade of Black”, “Rescue Me”… in fact, the whole album. “EverBlack” has no weaknesses at all!

Author: [Nicki]

Metalspirit (Fr)
10/10
“une classe incroyable !”

Metal Guide
10/10
“…took a lot of time to get out of our CD player.”

Walls of Fire (De)
5/5
“Brilliant mixture of power, progressive and death metal!”

Metal Heart (De)
9,5/10
“Die ûberraschung des Monats”

Metal Poisoning (Dk Radioshow)
9,5/10

Mindview (Be)
6/7
“Stel jezelf open voor dit meesterwerkje”

Scream (No)
5/6
“Everblack har injisert noe i musikknerven min som gir et aldri så lite rush i omløpet”

Metal Hammer (Italy)
5/6
“Grandi.”

Tartarean Desire
8/10
“It is not easy to impress me these days but Mercenary have managed to do so…”

Heavy Metal Mania(Gr)
8/10
“Highly recommended”

Tombstone (Gr)
8/10
“…the album is just one of the most impressive debuts we have ever heard…”

Rock E-Zine
8/10
“…a fine metal release”

Metal Hammer (De)
5/7

Rock Tribune (Bel)
72/100

Extreme Music News
7/10
“Mercenary is a sort of brutal Nevermore!”

Possessed (De)
4/6
“Freunde des Metals können hier mit dicken Eiern zugreifen.”

XOAC Mag
3,5/5
“brutal, melodic and straightforward as you need it.”

Musicboom (It)
3,5/5
“Un album vario e interessante”

Vampire Mag (NL)
“…in my opinion one of the biggest surprises of the year (although it has just begun).

Vampster Webzine (De)
”Für mich ein Hoffnungsträger 2002."
Resting Mind concerts