Góða kvöldið
Það stefnir allt í það að sunnudagsbandið Enslaved muni spila á Gauknum þann 16. júní. Addi hefur talað við eiganda Gauksins og við fáum hann lánaðan frá kl. 17. til ca. 21. á sunnudeginum. Það verður ekkert aldurstakmark og er því við hæfi að taka ömmu ykkar og afa á tónleikana.
Það er ennþá ekki ákveðið hve mikið mun kosta á þessa tónleika, en reiknað er með að miðinn kosti á bilinu 1500 til 2000 krónur. Þetta telst kanski mikið, en þetta er svona nokkuð sama verð og kostar á tónleika með hljómsveitinni hérna í Noregi. Látið mig vita ef að 2000 krónur er alltof mikið. Vil einnig benta á það aftur, að efa þessir tónleikar koma í plúss, þá er ekkert því til fyrir stöðu að það verði áfram hald á innfluttningi á böndum frá Noregi.
Það er óvíst hvaða hljómsveitir spila sem upphitunarbönd, en ég reikna með því að þeir strákarnir í Sólstöfum spila kanski eitt eða tvö af sínum kristnu lögum, bara svona til að fá alla í sunnudagsfíling.
Vill einnig benda á það að það er frí á mánudeginum.
Læt þetta duga í bili.
Ps. Bílstjórar og annað pakk sem að nenna að keyra út fyrir Reykjavík í hellaleiðangra og svo geta haft samband við Adda. Þið fáið kanski koss í þakkir (frá Adda).