Ég er nógu gamall til þess að hafa haft aldur til að fylgjast með Sororicide hérna í den, en sökum tónlistarlegs ágreinings, leyfði tónlistarsmekkur þess tíma ekki slíkt daður við dauðarokk (þá var ekki hlustað á neitt þyngra en Blind fucking Guardian sko!). Seinni tíma tilraunir mínar við að spekka tónlist bandsins, eftir að dauðarokkið var tekið í sátt hér á bæ, hafa ekki heldur skilað miklum árangri, líklegast vegna krafna um stellar sánd á upptökum hjá mér.
Anyway, í Iðnó breyttist þetta allt saman! Sororicide voru það ógeðslega þéttir og góðir að þeir rifu á mig nýtt rassgat! Ég varð alveg ótrúlega impressed yfir þessu! Ég þekkti svo gott að segja ekkert af efni þeirra fyrirfram, þannig að það er engin nostalgía að tala hérna. Það er líka gaman að minnast á það að tónlist Sororicide er svo gjörsamlega ólík öllu því sem er að gerast í dauðarokkinu hérna í dag. Þetta var bara eins og ferskur vindur í mínum eyrum.
Unnar er alveg magnaður trommari! Þetta var einn allra þéttasti trommuleikkur sem ég man eftir að hafa heyrt hér á landi í langan tíma. Mikið var líka gaman að sjá Gísla aftur með bassann :) Frábært performance. Arnar og Gauji komu mér líka mikið á óvart og leadin hjá Arnari voru alveg frábær.
In Memoriam er líka sveit sem fór gjörsamlega framhjá mér á sínum tíma. Ég þekkti því heldur ekkert af efni þeirra og það var virkilega gaman að sjá samt hvað margir þekktu lögin þeirra og tóku undir með þeim. Árni er alveg stórkostlegur frontmaður! Hann gæti kennt ýmsum núverandi frontmönnum a thing or two for sure… SLAMMA!! Hvers vegna í fjandanum hefur þessi maður ekkert verið viðriðinn þungarokkið í þau 16 ár sem bandið hefur ekki verið starfandi?
Það var mjög gaman að sjá Franz í alveg nýju ljósi (þó að Dr. Spock eigi sína þungu kafla reyndar) og Bjössi stóð vel fyrir sínu. Maddi skilaði auðvitað sínu (sem er náttúrulega það sem maður bjóst við, hehe). Mér fannst bandið ekki alveg detta í gang þó almennilega fyrr en eftir 2 lög eða svo og þá var ekki aftur snúið.
Gone Postal… Frábærir! Nýja efnið lofar góðu! Þó, ég hefði þó viljað heyra meira efni sem ég þekki. Það er alltaf skemmtilegra að heyra lög sem maður þekkir og getur tekið undir með og fílað sig inní, heldur en lög sem maður hefur bara heyrt live eða bara alls ekki. Ég held nefnilega að fyrir bönd er alltaf sniðugara að halda sig live við efni sem fólk er líklegra til að þekkja, því þá myndast einfaldlega betri stemning og tónleikarnir verða eftirminnilegri fyrir vikið og bandinu meira til framdráttar. Því er oftast best að hljóðrita lög fyrst og svo spila þau live, svona almennt séð, því þá er fólk búið að heyra þau oft og farin að fíla þau, eða getur fest kaup á efninu ef diskur er til sölu með dótinu.
With that said, klárlega eitt besta dauðarokksbandið á landinu um þessar mundir!
Entombed… fýlaði þá mun betur á Sódóma en Iðnó, en annars eru þeir ekki mitt kaffi. Ég náði eiginlega engri tengingu við performancið þeirra samt, fyrir utan eitt lag sem ég man eftir, líklega 4-6 lagið or some… man ekki alveg. Lag sem innihélt nokkuð grípandi söngmelódíu…
Sódóma! er orðinn mun betri tónleikastaður núna þar sem þeir eru búnir að uppfæra hjá sér hljóðkerfið svo um munar! Búið að skifta út toppum og botnum og kraftmagnara, enda var sándið þarna alveg dúndur! Tobbi hljóðmaður sagði að það væri algjör draumur að mixa í þessu kerfi núna og ég trúi honum vel, því sándið frá honum var klassi, fyrir utan að hann hefði getið hækkað aðeins í söngnum hjá GoPo. Annað merki um betra sánd var að áður, ef ég var niðri á gólfi með fullt af fólki fyrir framan mig, þá átti ég í vandræðum með að fá gott sánd. Núna tók ég mun minna eftir því, enda krafturinn mun meiri og beefier.
Ég missti af Brain Police í Iðnó, en sá Dr. Spock, sem var alveg hin fínasta skemmtun. Ég fíla þó ekki hin ýmsu lög þeirra nærrum því jafn mikið, þannig að tónleikaupplevelsið var eftir því. Andskotinn er þeirra besta lag, hands down. Algjört meistaraverk!
Resting Mind concerts