Á menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst verða haldnir tónleikar í bílskúrnum heima hjá mér (rauða húsið efst í Ingólfsstræti). Það er bílskúrinn sem hávaðinn sem þú heyrir þegar þú ferð í Bónus Hallveigarstíg kemur frá. Þar æfa þrjár hljómsveitir eins og er (Logn, B3 og ein í viðbót, sem hefur ekki hlotið nafn).
Stóra hurðin við götuna verður opnuð og jafnvel, ef veður verður ágætt, þá spilum við kannski á gangstéttinni fyrir framan.
Þetta er í fimmta eða sjötta og jafnframt síðasta skipti sem þetta verður gert, því eftir áramót verður bílskúrinn rifinn.
Við byrjum uppúr kl. 15 og hljómsveitir sem koma fram eru:
DYS
Gavin Portland
Celestine
Muck
Logn
Manslaughter
Bjarnason 3
Eðli Annarra
Við verðum búnir nógu snemma til að hægt sé að ná bæði þessu og Entombed á Sódómu um kvöldið.