Um daginn skrifaði ég grein um Metallica og henni var illa tekið af því ég fór ekki út í smáatriði. Ef öll smáatriði yrðu tekin fyrir tæki 33 daga, 15 klst, 43 mínútur og 22 sekúndur að skrifa þetta, en þetta er nokkuð vel detailað.


Lars Ulrich var danskur unglingur. Einn daginn þegar Deep Purple komu til Danmerkur þá bauð pabbi hans honum á tónleika og Lars varð hugfanginn af metal. Nokkrum árum seinna fluttu Ulrich familian til USA og þar hitti Lars James Hetfield. James Hetfield átti eldri bróðir sem var hippi og var í hljómsveit og James lærði á gítar með því að stelast alltaf í græjurnar hans þegar hann var ekki heima. Lars langaði að stofna metal hljómsveit og það gerðu þeir félagarnir. Á bassa fengu þeir svo Rod McGovney sem var kunningi þeirra. Og þeir sendu auglýsingu í blað um lead gítarleikara og þeirri auglýsingu svaraði Dave Mustaine sem var mjööög fær gítarleikari. Spilaði hann með Metallicu um hríð. Eitt sinn þegar Lars og James voru að sjá tónleika með ýmsum litlum Metal hljómsveitum kom upp á svið hljómsveit frá L.A. sem kallaði sig Trauma. Bassaleikarinn þeirra, Cliff Burton náði strax athygli þeirra Metallica félaga og þeir báðu hann að koma í Metallicu, bæði vegna þess að hann var geggjað góður og Rod McGovney var ekkert alltof góður og áhugasamur. En Cliff vildi ekki flytja frá L.A. en þá endaði á því að Metallica fluttu til L.A. og fengu Cliff Burton í lið með sér. Þegar þeir félagarnir voru búnir að semja nokkur lög og taka nokkur gig skröpuðu þeir saman pening til að taka upp plötu. Og þeir gerðu það og plötuna kölluðu þeir:


Kill ´Em All:

Hún var kom út árið 1983 og var seldist sæmilega, og kom Metallicu nokkuð upp í underground-metal heiminum. Aðeins nokkrum dögum áður en platan var tekin upp ráku þeir Mustaine vegna mikillar óreglu og ofdrykkju og fengu í staðinn Kirk Hammett úr hljómsveitinni Exodus.
Kill ´Em All inniheldur fullt af góðum lögum, að mínu mati eru þau bestu The Four Horsemen, Motorbreath og Jump In The Fire.
Þetta er hörkuplata, en hljóðgæðin og söngurinn er ekki upp á alltof marga fiska, að mínu mati. En allavega, góður frumburður.


Árið 1984 héldu Metallica til Kaupmannahafnar og fóru að vinna með Flemming Rassmussen að annari plötu þeirra, Ride The Lightning.

Ride The Lightning:

Var tekin upp í Sweet Silence Studios og kom út 1984. Þarna fóru hlutirnir að gerast hjá Metallica. Bestu lögin á Ride The Lightning eru að mínu mati Ride The Lightning, For Whom The Bell Tolls, Fade To Black, Creeping Death og “instrumental” lagið The Call Of Ktulu. Metallica touruðu slatta í kjölfarið á “Ride” og þeir fóru að vera nokkuð þekkt nafn í metal heiminum.

Ári seinna fóru þeir aftur á sama stað til að taka upp þriðju plötu sveitarinnar, Master Of Puppets.

Master Of Puppets:

Kom át árið 1986 og er að mínu mati langbesta rokkplata allra tíma. Pura snilld frá A-Ö! Platan byrjar á “Battery” sem byrjar á grípandi “spanish guitar riff” en breytist svo í manískt heavy metal lag.
Titillagið, “Master Of Puppets” er að mínu mati langbesta lag í heimi, sem byrjar á geðveiku intro og er geggjað metal lag í um 4 mín og svo eftir viðlagið í annað skiptið: Master…master…master… þá kemur ótrúlega falleg melodía og bilað solo og síðan fer lagið aftur á fulla ferð og Kirk tekur heavy metal solo frá hevlíti og allt verður brjálað og svo endar það á biæ-luðum hlátri. En svona masterpiece þarf bara hver og einn að hlusta á fyrir sig.
Og svo fylgja í kjölfarið lög eins og The Thing That Should Not Be og Welcome Home (Sanitarium) og Disposable Heroes, en plata eins og þessi er skyldueign allra sem telja sig rokkara og talar fyrir sig.
Þarna voru MetallicA á hátindi ferils síns að mínu mati og fengu að toura með Ozzy Osbourne og læti. En þegar þeir voru að keyra í Svíðþjóð 26 september, gerðist það agalegasta sem komið hefur fyrir Metallicu, rútan keyrði útaf veginum og Cliff Burton dó. R.I.P Cliff.
En þrátt fyrir þennan harmleik ákvað Metallica að halda áfram, því það var það sem Cliff hefði viljað að þeir gerðu. Til liðs við sig fengu þeir Jason Newsted úr hljómsveitinni Flotsam & Jetsam. Hann var ekki nærri jafn góður og Cliff.

Þá gerðu Metallica Garage Days Re-Visited sem var EP og seldist slatta vel og Cliff ´Em All videoið.

Árið 1988 gáfu þeir svo út …And Justice For All sem er helvíti góð plata, en risastórt stökk niður á við frá “Puppets”. Jason var mjög óánægður af því það heyrðis EKKERT í bassanum á Justice. En Justice er sá Metallica diskur sem Lars trommar svalast á finnst mér (og fyrir þá sem segja að Lars sé ofmetinn þá skulu þeir hlusta á Justice og tala síðan). Á Justice eru lögin drullulöng, það lengsta 9 mín og eitthvað. Og One varð tónlistamyndband og vann Grammy verðlaun og svona.


Árið 91 tóku þeir svo upp “black” album. Þá fóru Bob Rock að produca fyrir þá, og þá fór Metallica að hríðversna. Jason sagði að ef þeir styttu ekki lögin og hefðu þau einfaldari þá myndi hann “rather go to an Elvis tribute band” sagði hann orðrétt. Helvítis fávitinn! Black er hryllilegt stökk niður á við og ekki segja að þetta sé þeirra besta verk því það er bullshit. Þetta eru góð lög en OMG þau eru hætt að vera svona “heart pumping” og hröð og voru í staðinn hæg 4/4 takts lög sem allar stelpur dírka. En þrátt fyrir það er þetta lang söluhæsta platan þeirra.


Árið 94 (eða 95, man aldrei hvort) kom svo út Load:

Load: Prump fyrir fertugar húsmæður.

97 kom svo út Re-Load sem innihélt The Unforgiven 2, OMG.
Re-Load: Prump sem amma mín fílar.

98 tóku þeir svo til cover lög og gerðu Garage Inc. sem er nú öllu skárri en Load/Re-Load en þó ekkert svaka spes.

99 tóku þeir svo tónleika með San Fransisco Symphony og Michael Kamen og það er heclvíti massíft. Masterinn tekinn með stæl. Mjög góð plata.

En nú er allt í óvissu hjá Metallica, Jason farinn og Hetfield í meðferð og rugli. En ég vona það besta og þó að Metallica hafi orðið “boríng on þe næntís” þá er hún án efa ein stæðsta metalhljómsveit sögunnar og er mitt all time favorite!
Metallica 1983-1988 er það besta í heimi og allir þeir sem hafa ekki hlustað á fyrstu 4 diskana ættu að gera það á allra næstu dögum.
En jæja segið mér nú ykkar álit litlu englabossar!!!

METAL UP YOUR ASS!!!

Addi