Wacken hópferð 2009 - fullt af böndum búið að bætast við Wacken Open Air er ein elsta og þekktasta þungarokkshátíð Þýskalands, sem dregur að sér á hverju ári mörg þúsund manns frá öllum heimshornum. Hátíðin, sem haldin er í smábænum Wacken í Norður-Þýskalandi, er þriggja daga löng hátíð og fer fram dagana 30. júli - 1. ágúst. Spilað er á fimm sviðum, þar af 3 aðalsvið og tvö minni.

Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi og almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndar. Það kom því ekki á óvart að hátíðin hlaut Live Entertainment Awards verðlaunin í flokknum Festival of the Year í Þýskalandi 2008. Slíkt er sérlega eftirtektarvert í ljósi þess að um 500 tónlistarhátíðir eru haldnar í Þýskalandi á ári hverju.

Hópferð á Wacken - Mekka Metalsins í 20 ár!
Wacken 2009 hátíðin er hvorki meira né minna en sú 20. í röðinni og því verður haldið uppá það með pompi og prakt. Wacken 2009 er special Anniversary Edition þar sem haldið verður upp á allt með pompi og prakt.

RestingMind Concerts hefur haldið utan um hópferð Íslendinga á þessa hátíð síðustu fimm árin þar sem farið er frá Kaupmannahöfn með rútu beint á Wacken svæðið. Árið 2004 nýttu 25 metalhausar sér þessa ferð, 2005 var hópurinn kominn upp í 40 manneskjur, 2006 náði hópurinn 50 manna markinu, 2007 fóru 60 manns með og 2008 fóru 80 metalhungraðar sálir með í ferðina.

RestingMind ætlar að endurtaka leikinn í sumar, enda hafa náðst samningar við veðurguðina um alveg einstakt veður í ágúst - Alveg satt! Um er að ræða hópferð með rútum frá Kaupmannahöfn og beint á Wacken svæðið. Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér til Danmerkur.

Hátíð með um 80 hljómsveitum
Eftirtaldar hljómsveitir eru staðfestar fyrir festivalið núna í ár enn sem komið er, en einhverjar eiga eftir að bætast við, því það verða um 80 sveitir á Wacken og síðustu sveitirnar verða líklega ekki staðfestar fyrr en nokkrum mánuðum fyrir festivalið eins og gengur og gerist með svona festivöl.

5TH AVENUE
AIRBOURNE - Arftakar AC/DC?? Það finnst mörgum.
AMON AMARTH - Íslandsvinir með meiru!
ANTHRAX - Kings of Thrash!
ASP - Þýskt alternative / gothic metal sveit sem syngur á Þýsku. Smá Rammstein ívaf.
AXEL RUDI PELL - með Hardline söngvarann Johnny Gioeli í broddi fylkingar.
BAI BANG - Glam Metal frá Svíþjóð!.
BENEATH - Frá Íslandi! Sigurvegarar Metal Battle Iceland, með Gísla Sigmundsson úr Sororicide/Changer/Drep í broddi fylkingar.
BLOODWORK - Þjóðverjar með áhrif frá Svíametal.
BON SCOTT - Þýsk AC/DC tribute hljómsveit, stofnuð 5 árum eftir dauða Bon Scott til að heiðra minningu meistarans. Hafa spilað á Wacken tvisvar sinnum áður.
BORKNAGAR - Norsku blackmetal sérfræðingarnir með meistara Vintersorg í broddi fylkingar.
BRING ME THE HORIZON - Frá Bretlandi. Thrash með stórum thumping bassa, grípandi melódíum og smá dash af hardcore í söngnum. Hljómsveitarmeðlimir ungir og bara nýkomnir með hár á punginn.
BULLET FOR MY VALENTINE - Metalcore / Melodic Thrash frá Bretlandi.
CALLEJON - Þýskir táningar að spila thrash metal.
CATHEDRAL - Doom goðin koma saman aftur!
D-A-D - Disneyland after Dark. Stærsta rokk sveit Dana??
DER W - Stephan Weidner úr Böhse Onkelz með sólóferil. Syngur á þýsku.
DORO (with Special Warlock Show) - Stærsta og frægasta þungarokkskona Þýskalands punktur!. “Für Immer”
DRAGONFORCE - Yngwie Malmsteen on speed!
DRONE - Sigurvegarar Metal Battle 2006. Sánd sem svipar til finnsku drengjanna í Stam1na. Thrash metal.
EINHERJER - Norsku black/progressive metal víkingarnir.
ENDSTILLE - Black Metall frá Þýskalandi með nýja plötu í ár.
ENGEL - Sænskur alternative metall með smá industrial áhrifum. Frá Gautaborg. Áhrif frá Tool í söngnum.
ENSLAVED - Ein stærsta þungarokkssveit Norðmanna
EPICA - Beauty and the Beast frá Hollandi. Skutla dauðans sér um sönginn.
ETHS - Franskt alternative thrash með konu sem sér um clean og growl söng.
FEUERSCHWANZ - Miðaldametall með húmorísku ívafi - Spila á miðaldarmarkaðnum.
GAMMA RAY - Kai Hansen og félagar. Land of the Free frá 1995 er ein allra besta Powermetal plata allra tíma.
GWAR - The original Trolls! Lordi hvað?…
HAMMERFALL - Ein allra vinsælasta þungarokkssveit Svíþjóðar fyrr og síðar.
HEAVEN AND HELL - Black Sabbath með Ronnie James Dio í broddi fylkingar.
IN EXTREMO - Rammstein með sekkjapípum!
IN FLAMES - Líklega Stærsta metal sveit Svíþjóðar
INSIDIOUS DISEASE - Ný súpergrúppa með meðlimum úr Dimmu Borgum (Silenoz og Tony Laureano), Morgoth (Marc Grewe), Napalm Death (Shane Embury) og Old Man's Child (Jardar)
KAMPFAR - Norsku black/folk metal heiðingjarnir.
KINGDOM OF SORROW - Með Jamey Jasta úr HATEBREED og Kirk Windstein úr DOWN og CROWBAR í broddi fylkingar.
KORPIKLAANI - Finnskur humpa metal í ætti við Finntroll!
LACUNA COIL - Eitt stærsta metalband Ítalíu sem hefur tekið BNA með stormi.
MACHINE HEAD - Massametall frá Kanaveldi.
MAGO DE OZ - Power folk metal frá Spáni!
MAMBO KURT - Hljómborðsleikari sem tekur einn síns liðs cheesy útgáfur af ýmsum metal lögum.
MOTÖRHEAD - Lemmy lemur ykkur ef þið mætið ekki!
NAPALM DEATH - The Legends
NERVECELL - Death Metal frá Dubai!
NEVERMORE - Síðasta plata þeirra, This Godless Endevour frá 2006, er mikið meistarastykki.
ONKEL TOM - Tom Angelripper úr þýsku thrash sveitinni Sodom hér á ferðinni!
PAIN - Peter Tägtgren úr Hypocrisy með sína eigin sveit.
PENTAGRAM - Goðsagnir frá Chile. Black/Death
RABENSCHREY
RAGE - Victor Smolski og Peavy Wagner að gera það gott.
RETROSPECT
RUNNING WILD - Pioneers of Pirate Metal!
SARKE - norskt band með Sarke úr m.a. KHOLD og OLD MAN'S CHILD og Nocturno Culto úr DARKTHRONE.
SAXON - Kóngar New Wave of British Heavy Metal. Voru magnaðir á Wacken 2007.
SCHANDMAUL - Þýskt folk metal. Syngja á Þýsku.
SUBWAY TO SALLY - Folk Metal meets Rammstein. Syngja á Þýsku.
TESTAMENT - Kóngar Bay Area thrass'ins
THE BOSSHOSS - Country meets Rock meets Elvis - með blúsívafi
THE FADING - Sigurvegarar Metal Battle 2008. Frá Ísrael
THE WALTONS
THIN LIZZY - Með John Sykes og Scott Gorham í broddy fylkingar. Sykes sér um söng og er mjög líkur Phil Lynott
TORMENT -
TRACEDAWN - Ungir aðdáendur Scar Symmetry frá Finnlandi.
TRISTANIA - Gothic Beauty and the Beast frá Noregi.
TROUBLE - Goðsagnir í doom-metalnum.
TURISAS - Finnskt folk metal.
UFO - “Lights Out! Lights Out in London!” Breskir meistarar - meðal upphafsmanna að New Wave of British Heavy Metal milli ‘70 og ’80.
UK SUBS
VICTIMS OF MADNESS - Hljómsveit sem skipar meðlimi af Wacken Forum umræðusvæðinu.
VOLBEAT - Elvis Metal - frá Danmörku. Sveit sem fyllir stórar tónleikahallir í sínu landi.
VREID - Black Metall frá Noregi!
WALLS OF JERICHO - Kröftugur Death metal-hardcore bræðingur frontaður af kvenmanni.
WHIPLASH - Old school trash frá New Jersey í BNA. Gamalt band sem er að koma saman aftur

Aldeilis fínt line-up sem dekkar svo til allar tegundir þungarokksins.

Betrumbætt tónleikasvæði og hámarksfjölda tónleikagesta náð
Fyrir hátina 2007 var tónleikasvæðið stórlega betrumbætt þegar aðalsviðin þrjú voru aðgreind betur og þriðja stærsta sviðið, hið svokallaða Party Stage, var flutt á sérsvæði, hinu megin við aðalsviðin tvö. 2008 var þetta skipulag allt bætt enn til muna og svæðið opnað betur og inngöngum á tónleikasvæðið fjölgað og sett á fleiri staði. Einnig datt tónleikahöldurum það snjallræði í hug að bæta við einum risaskjá með sínu eigin hljóðkerfi fyrir utan tónleikasvæðið, þannig að þreyttir metalhausar gátu plantað sér þar, jafnvel með stólana sína, og tékkað á böndum sem þeir kusu ekki að fara í troðninginn fyrir framan sviðin. 2007 gerðist líka að hátíðin náði hámarskfjölda gesta. Uppskar hátíðin svolítin troðning fyrir vikið en 2008 hafði bætt örlítið við fjöldann, en troðningurinn var þrátt fyrir það mun minni vegna breytinga á skipulagningu svæðisins. Frábær þróun.

Ferðatilhögun
Lagt er af stað frá Köben að morgni þriðjudagsins 28. júlí!! Þetta var líka gert 2008 en fyrir það höfðum við lagt af stað á miðvikudeginum. Bæði 2006 og 2007 mynduðust langar biðraðir á þjóðvegunum að Wacken og menn þurftu að bíða í rútum í langan tíma af þeim sökum (sem er svosem ekkert slæmt með kaldar veigar við hönd og metal í græjunum). Slíkt var miklu mun minna af 2008, þar sem fjöldinn allur af fólki var kominn á staðinn þegar á þriðjudeginum þó svo að tjaldsvæðið á Wacken opni ekki formlega fyrr á miðvikudeginum. Wacken skipuleggjendur gerðu undantekningu fyrir okkur og nokkra aðra útvalda og getum við tjaldað í ró og næði strax á þriðjudeginum og myndað tjaldbúðir okkar.

Þetta þýðir auðvitað að fólk verður að vera komið til Köben á mánudeginum í síðasta lagi! Brottför frá Wacken er á sunnudeginum, 2. ágúst og áætlaður komutími í Köben er um 20-21 leytið.

Wacken Metal Battle Iceland - Íslenskt band á Wacken 2009
Í fyrsta skipti var haldin Wacken Metal Battle keppni á Íslandi. Þessi keppni er live hljómsveitakeppni, þar sem sigurhljómsveitin fær réttinn til að spila á Wacken og taka þar með þátt í lokakeppni Metal Battle. 21 þjóð mun taka þátt í Metal Battle í ár, en sigurvegar lokakeppninnar munu hljóta m.a. hljómplötusamning, trommusett, magnara og annað að launum.

Íslenska undankeppnin fór fram 18. apríl síðastliðinn og var það hljómsveitin BENEATH, með Gísla Sigmundsson úr Sororicide/Changer/Drep í broddi fylkingar, sem fór með sigur af hólmi. Frekari upplýsingar um keppnina er að finna á http://www.metal-battle.com

Verðið
Boðið er uppá einn sameiginlegan pakka fyrir bæði rútuna til Wacken og miðann inná festivalið. Fyrir þá sem þegar hafa tryggt sér miða á festivalið býðst mönnum að panta bara pláss í rútunni. Rútuferðin í Danmörku er skipulögð af Livescenen, og stendur einnig Dönum til boða, þannig að það verða eldhressir Danir með í rútunum til og frá Wacken. Athugið að flugið til Kaupmannahöfn er fyrir utan þennan pakka og á ábyrgð hvers og eins fyrir sig, enda flugframboð þangað mikið og ódýrt fyrir og mismunandi hvað fólk vill vera lengi í Köben fyrir/eftir festivalið.

Innifalið í pakkanum er þetta:
* Miði á Wacken hátíðina (augljóslega ekki fyrir þá sem panta bara rútuferðina).
* Rútuferð frá Köben beint á Wacken svæðið og til baka.
* Grillveisla á þriðjudeginum í tjaldbúðum Íslendinga (fólk kemur með sinn eigin mat á grillið, hægt að kaupa á leiðinni í rútuferðinni þegar stoppað er á landamærum Danmerkur og Þýskalands).
* Partýtjald (áður voru nokkrir sem lögðu í púkk til að kaupa slíkt tjald, en núna verður þetta innifalið). 2007 og 2008 var fjárfest í risa 3 x 9 metra tjöldum sem komu mjög vel að notum. Verður slíkt gert aftur.
* Full Metal Service sem samanstendur m.a. af eftirfarandi:
- Tjaldsvæði og kostnaður vegna rusls.
- Aðgangur að sundsvæði Wacken. Skutla ferjar fólk að Schenefeld sundlauginni.
- Engin takmörkun á þeim mat og drykk sem fólk hefur með sér á tjaldsvæðið.
- Eingöngu græn svæði fyrir tjaldsvæðin.
- Wacken festival límmiði.
- Full Metal Bag, bakpoki sem verður fullur af goodies…
- Geisladiskur (takmarkað upplag)

Verðið sem þetta kostar allt saman er 1970 danskar krónur (DKK). Þetta er hækkun um 170 DKK frá því í fyrra en bara miðinn á Wacken hefur hækkað um 30 Evrur (220 DKK) frá því í fyrra og því er hækkunin samt sem áður mun minni. Það er vegna hagstæðari rútusamninga.

Þeir sem þegar eiga miða á festivalið geta slegist í för með íslendingaferðinni og keypt sér bara rútumiða. Verðið fyrir það er 990 DKK!
Ef mönnum vantar bara miða á festivalið er hægt að kaupa þá líka sér. Verð: 1090 DKK

Athugið að þó að uppsellt sé á þessa hátíð hjá erlendum söluaðilum eru enn til miðar á hátíðina í gegnum hópferðina!

Nánari upplýsingar og skráning
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorsteini Kolbeinssyni.
MSN: restingmind “at” msn.com
Email: thorsteinnk “at” hive.is (nota það frekar en msn meilinn)
Sími: 557-5599 og 823-4830

Ef menn vilja skrá sig, þá senda menn email á mig með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn
Heimilisfang, póstnr og staður
Kennitala
Heimasími og GSM
Email og
MSN login (ef annað en email). Og ég svara um hæl með upplýsingum um hvernig er hægt að borga en einungis er hægt að greiða fyrir ferðina í ár með kreditkorti.

Þorsteinn
Resting Mind concerts