By the Light of the Northern Star heitir væntanleg plata með þessum frændum okkar og er væntanleg í búðir í byrjun júní ef mér skjátlast ekki. Það er ekki amalegt í ljósi þess að síðasta plata þeirra Land kom út í fyrra og því eru þeir að hamra stálið meðan það er heitt. Greinilegt að sköpunargáfan er á jafn mikilli siglingu og frægðarför þeirra nú um þessar mundir.
1. Hold the Heathen Hammer High 04:50
2. Tróndur í Gøtu
3. Into the Storm
4. Northern Gate
5. Turið Torkilsdóttir
6. By the Sword in My Hand
7. Ride
8. Hear the Heathen Call
9. By the Light of the Northern Star
The limited edition includes two instrumental bonus tracks:
10. The Northern Lights
11. Anthem
Ég verð að segja að ég hlakka gríðarlega mikið til að heyra þessa plötu. Land tók alveg þónokkrar hlustanir fyrir mig til að virkilega fýla hana í botn, enda margslungið verk.
Nýja platan fjallar um yfirtöku kristninnar í Færeyjum á víkingatímanum, sem eins og við Íslendingar vitum vel, gerðist á grundvelli kúgunar hinnar algóðu kristni: Become Christians or die! eða eins og segir í bio'i Týr:
“Profession of the Christian Faith or Decapitation.” This was the choice given by Sigmundur to his Faroese Viking compatriot Tróndur í Gøtu. And so it was that in 999 A.D., the Christianization of the small “Faeroe Islands” began, casting a veil of oblivion over the ancient Scandinavian gods and only leaving the relics of forgotten heathenry buried deep within the Christian ritual. Or so it was believed…"
Hægt er að hlusta á fyrsta lag plötunnar á myspace síðu sveitarinnar:
http://www.myspace.com/tyr1 eða hérna (munið að ýta á HQ takkann):
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=uVeG4Fcxfo8 High Quality - http://www.youtube.com/watch?v=uVeG4Fcxfo8&fmt=18
Þetta lag er algjörlega frábært! Lofar virkilega góðu! Gítartónninn er 100% Týr þó hraðinn sé mun meiri en áður. Þessi gítarmelódía greip sig inn í heilann á mig við fyrstu hlustun og hefur ekki farið síðan. Ef öll lögin verða eins og þessi verður þetta langbesta plata Týr til þessa.
(Hvar var nú aftur síminn hjá Heri… Ætli Nasa sé bókaður….)
Þeir sem hafa áhuga geta lesið bioið frá Týr hérna:
http://www.napalmrecords.com/hp_promo.php?bioID=62&osCsid=9ce8054bf72d22d10e08487855fc8368
Resting Mind concerts