Well Þetta er fyrsta grein mín í langan tíma hér
ég vildi bara aðeins tala um nýja sólstafir diskinn
“Í blóð og anda”
Diskurinn er sá fyrsti í langan tíma sem sólstafir hafa gefið út eða síðan þeir gáfu út promo árið 97- - en öll lögin af promoinu ku vera á þessum diski - - ég verð að segja að ég bjóst ekki við neinu meistaraverki eða ekki jafn góðum diski og þessi diskur ku vera. Þetta er blanda af allskynstónlist og þó sérstaklega af blackmetali og vikingmetali - - ég kýs þó að kalla þetta bara sólstafametal þar sem áhrifin koma úr fleiri áttum - - Lögin eru 9 og diskurinn um 60 mín - - Margir gestasöngvarar og gesta-hljóðfæraleikarar eru á disknum og ber helst að nefna - - Sigga Punk og Steingrím úr forgarði Helvítis.
Lagalistinn er hér
- Undir Jökli
- I Blódi Og Anda
- The Underworld Song
- Tormentor
- 2000 Àr
- Ei Vid Munum Idrast
- Bitch In Black
- I Viking
- Àrstidir Daudans
Topplögin af mínu mati eru Undir Jökli, The Underworld Song,
Tormentor, 2000 ár, Bitch in Black og Í Viking
Bitch in black - er frekar rólegt lag með fallegum söngi, svo þyngist lagið og kemur hið típíska norska blackmetal öskur að mínu mati hehe og svo er byrjunin endurtekinn og lagið búið - Virkilega flott lag eitt af mínum uppáhalds af disknum
Í víking - er snilld, fátt sem ég get sagt um það annað, lagið er frekar rólegt smá overdrive í gangi en svo kemur einsog brot úr bíómynd og sagt er´"Þú ert Kristinn Farðu burt¨ og þá kemur Heavy metal, sjúkt flott lag ekkjert sungið allt er sem klipt úr bíómynd
langt og flott
ég er ekki að meika að skrifa um hin lögin þau eru típísk Sólstafa lög ef u þekkir til þeirra tónlistar, Diskurinn er þó ekki með sama kraft og að hlusta á þá á tónleikum, Söngurinn mætti líka vera betri en það er mitt álit og ég segji það því ég nenni ekki að fá einhvað blaður um að söngurinn sé snilld :)
Söngurinn er samt alls ekki lélegur frekar góður en enginn snilld
Diskurinn fær mína hæstu einkunn og ég tel hann skyldueign fyrir blackmetalista og bara metalista - -
Diskurinn var þó gefinn út í takmörkuðu upplagi til að byrja með
og er því varinn á að flýta sér að ná í diskinn en hann fæst í Japis og hljómalind minnir mig allavega keypti ég hann í japis
Hann kostar 2000 sem er ekki mikið fyrir þennan disk ATH: þetta er breiðskífa ekki demo,