Blind Guardian heitir hljómsveit ein frá Þýskalandi, sem spilar melódískt thrash metal og hefur verið að síðan vel fyrir 1990. Þessi hljómsveit hefur alltaf verið hrifin af skrifum J.R.R. Tolkien og hafa oftast haft eitt eða fleiri lög á hverri plötu tileinkað honum. Tvö þekktustu þeirra er líklegast lagið “Bard's Song” af plötunni Somewhere Far Beyond frá 1992 og “Lord of the Rings” af plötunni Tales from the Twilight World frá 1990.
Árið 1998 tóku þeir sig hinsvegar til og gerðu heila plötu helgaða snillingnum Tolkien, plötu sem byggðist á bók hans “The Silmarillion”. Sú plata heitir “Nightfall in Middle Earth” og er skyldueign fyrir alla sem fíla Tolkien og þungarokk…
Það var því engin furða, þegar það fréttist að það átti að fara að gera Lord of the Rings myndirnar, að fólk vildi alveg endilega fá Blind Guardian til þess að vera með á sándtrakkinu, enda erfitt að finna hljómsveit, sem er jafn hugtekin af Tolkien eins og BG. Ef það ætti að hafa tónlist við myndina, væri einfaldlega ekki hægt að bycotta BG… hehe, þeir gerðu það víst og Enya varð fyrir valinu
Nú er sveitin hins vegar að fara að gefa út nýja plötu, sú 9. í röðinni (7. stúdíoplatan). Platan heitir A Night at the Opera og kemur út 4. mars. Bandið gaf út smáskífu frá plötunni fyrir jólin, lag sem heitir “And Then There Was Silence”, hvorki meira né minna en 14 mínútna langt epískt lag um Trojustríðið (Trojan War). Þetta lag er svo mikið og stórt, að það tók hvorki meira né minna en fjóra mánuði að hljóðrita það. Það voru notaðar fleiri en 128 rásir við hljóðritunina, þar af 50 fyrir sönginn og 30 fyrir gítarana.
Kunningi minn bandarískur, maður að nafni Larry D, sem lengi hefur verið mikið á móti þessari hljómsveit vegna söngsins (en Larry er mjög krítískur á söngvara og fílar ekki allar gerðir söngs sama hversu vandaðar þær séu), heyrði þetta lag, spilað í frumflutningi á ProgPower USA hátíðinni í nóvember síðastliðnum og gjörsamlega féll fyrir laginu.
Ég held að ef þetta lag nær eyrum nógu marga, gæti verið um að ræða lag sem á eftir að skrifa sig í sögu Metalsins… Ég er í það minnsta búinn að hlusta á það nokkrum sinnum síðasta klukkutímann (og þið getið þá rétt ímyndað ykkur að ég hef ekki gert mikið annað á meðan) og er mikið hrifinn. Líklega besta og metnaðarfyllsta lag þeirra kappanna hingað til.
Ef þið eigið möguleika á því að nálgast lagið, þá mæli ég með að þið gerið það (Audiogalaxy t.d.).
Nánari upplýsingar á http://www.blind-guardian.com (t.d. textar)
Þorsteinn
Resting Mind concerts