Progmetal plata ársins - ef ekki plata ársins hjá mér Seventh Wonder - Mercy Falls!

http://www.metal-archives.com/images/2/0/2/9/202982.jpg

Seventh Wonder er 5 manna progressive metal hljómsveit frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún var stofnuð 2000 og hefur hún gefið út 3 plötur. Mercy Falls er nafnið á þeirri nýjustu en sú plata kom út í haust. Mér var bent á þessa plötu fyrir um mánuði eða svo og síðan hefur platan ekki farið úr spilaranum!

http://www.metal-archives.com/images/7/7/6/6/7766_photo.jpg

Mercy Falls er ekkert minna en meistaraverk og að mínu mati jafnast hún algjörlega á við progmetal meistaraverk Dream Theater, Metropolis part 2 - Scenes From a Memory plötuna. Eins og einn gagnrýnandinn orðaði þetta:

“For those seeking brevity, allow me to provide it for you. Mercy Falls is simply a masterpiece. Do not take that claim lightly, dear reader. Mercy Falls is, without a doubt, a masterpiece.

In short, Mercy Falls is to Seventh Wonder what Operation Mindcrime or Scenes from a Memory are to Queensryche or Dream Theater. It is a mature and fully developed concept album: one that does not fully reveal its concept upon first listen, yet never falls into the territory of thematic ambiguity. In other words, the story is complex without missing important pieces vital to a full understanding.”
www.progressivemelodies.com/2008/08/seventh-wonder-mercy-falls-review.html

Welcome to Mercy Falls
http://uk.youtube.com/watch?v=mwg58wfB798&fmt=18

Það er alveg ótrúlega langt síðan ég hef heyrt jafn frábæra progmetal plötu. Ég er ekki frá því að hún sé betri en Paradise Lost platan frá Symphony X frá því í fyrra. Hér er valinn maður í hverju rúmi og hljóðfæramennskan á þessari plötu er algjörlega á því leveli sem búast má við frá DT á þeirra besta degi. Þvílíkir kaflar! Þvílík tónlistarleg snilld. Það sem stendur fyrir mér mest uppúr er bassaleikurinn. Þvílíkt eyrnakonfekt. Vanalega gegnir bassaleikur því hlutverki í progmetal að vera í bakgrunni en hérna er hann svo að segja í aðalhlutverki. John Myung (bassaleikari DT) er örugglega verulega afbrýðissamur yfir þessu öllu saman og mun örugglega gera stærri kröfur við gerð næstu plötu sinna manna.

Mercy Falls er concept plata sem fjallar um örlög lítils bæjar, tragedíu í fjölskyldu og ófreskjunnar sem við köllum hið mannlega eðli. Fjölskyldufaðir lendir í slysi og er í dauðadái í nokkur ár og snýst platan í kringum það, harmleik fjölskyldunnar og uppgjör við marga hluti.

Paradise
http://uk.youtube.com/watch?v=0I3ehjQ8WEo&fmt=18

Það er ansi mikið sem stendur uppúr hérna. Fyrir utan bassaleikinn eru allir hljóðfæraleikarar að brillera. Trommarinn er t.d. mjög sterkur og gítarinn er solid, án þess að vera í Dragonforce pakkanum. Instrumental kaflar sveitarinnar eru mikið eyrnakonfekt, og kemur lagið Break the Silence þar inn mjög sterklega með langan kafla sem um margt minnir á snilldina við Metropolis part 1 lagið frá Dream Theater.

Söngvari sveitarinnar er einnig alveg gull. Tommy Karevik heitir hann og er einn af nýjustu meðlimum sveitarinnar (söng einnig inn á síðustu plötu þeirra, en ekki þá fyrstu). Ég hugsa að hann sé sambland af Michael Eriksen, söngvara Circus Maximus og Russel Allen, söngvara Symphony X. Heldur sig oftast á mid-range’inu og getur spýtt í lófana og farið í bæði kraft-söng og einnig uppá háu nóturnar þegar við á (sem gerist ekki oft).

Hér er eitt lag þar sem hann fær að skína. Rólega lagið Tears of a Father
http://uk.youtube.com/watch?v=9pGbRH_1ykU&fmt=18

Mercy Falls er plata sem verður mjög hátt skrifuð hjá mér í lok ársins ef ekki bara í fyrsta sætinu yfir plötur ársins. Mæli ótrúlega sterklega með henni. Blind-buy fyrir Dream Theater aðdáendur í það minnsta.

http://www.myspace.com/officialsw
http://www.seventhwonder.nu

Fullt hús stiga!
Resting Mind concerts